Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 106
Þúsundir vísindamanna að baki Hitlers
Samþjöppuð grein úr Current History and Forum,
eftir Frederic Sondem, Jr.
P jórum sinnum átuttugumán-
*■ uðum hefir Þýzkaland sent
ósigrandi hersveitir sínar gegn
óvinunum, þar sem þeir voru
veikastir fyrir, og valið til þess
hina réttu stund. Aldrei hefir
nokkur her haft jafn frábæra
forustu, og aldrei hefir fram-
sókn hersveita verið jafn gaum-
gæfilega undirbúin með alls kyns
ráðum, áróðri, svikum, undir-
ferli og fjárhagslegri kúgun.
,,Heiðurinn“ af þessu á pró-
fessor dr. Karl Haushofer, fyrr-
um hershöfðingi, og stofnun
sú, „Geopolitische Institut" í
Munchen, sem hann veitir for-
stöðu. Þar starfa þúsundir vís-
indamanna, sérfræðinga og
njósnara, og eru þeir allir nær
óþekktir, jafnvel innan Þýzka-
lands. En hugmyndir þeirra,
töflur, útreikningar og þekking
hafa frá fyrstu tíð ráðið gjörð-
um Hitlers.
Aldrei, hvorki fyrr né síðar,
Jhefir nokkur sigurvegari haft
aðra eins skipulagningu að baki
sér sem Hitler. Erindrekar Rib-
bentrops, leynilögregla Himml-
ers (Gestapo), útbreiðslumála-
ráðuneyti Göbbels, herskarar
Hitlers, svo og Nazistaflokkur-
inn sjálfur, eru í rauninni ekki
annað en tæki í höndum þess-
arar máttugu stofnunar.
Dr. Haushofer og menn hans
ráða hugsanagangi Hitlers, og
hafa gert það í 17 ár. Hershöfð-
inginn taldi líklegt, að hann
gæti notast við liðþjálfann, sem
reynt hafði að hleypa af stokk-
unum bjórstofu-byltingu í
Munchen, og sýndi honum þann
heiður að heimsækja hann í
fangelsið. Heimsóknirnar urðu
tíðar og tókst að lokum full-
komin samvinna milli þessara
manna.
Dr. Haushofer hefir marg-
sinnis sýnt, að treysta má ráð-
um hans. Herstjórnin þýzka
óttaðist, að Frakkland myndi
koma Tjekkoslóvakíu til aðstoð-