Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 45
HIN MIKLU MISTÖK BANDARlKJANNA
43
Og ekki nóg með það. Þessi
aðferð gefur óvininum valið á
stað og stundu árásarinnar. Sú
aðstaða hans, að geta neytt
varnarliðið til að berjast hvar
og hvenær sem þeim þykir hent-
ast, er ómetanleg.
Þessi hernaðarstefna, ásamt
einangrunarstefnunni, er þannig
vís leið til að leggja öll beztu
vopnin í hendur óvinunum. Sú
þjóð, sem lætur stjórnast af
þessum tveim stefnum, hrindir
hverri þeirri þjóð, sem líkleg
væri til bandalags, bókstaflega
talað í fang óvinanna.
Þær miklu fórnir, sem við
verðum nú að færa til að sigr-
ast á hættunni, eiga sínar greini-
legu orsakir. Þjóðin hefir í 20
ár verið blind fyrir því ofbeldi,
sem beitt hefir verið gegn
stjórnarskránni. Landvarna-
stefna okkar á þessu örlagaríka
tímabili hefir verið ráðin af
nokkrum þingmönnum öldunga-
deildarinnar — venjulega í
kringum tíu eða tólf — sem allt
frá dögum Borah og Johnsons
til Wheelers og Nye hafa ráðið
meiru um stefnuna, en Wilson,
Coolidge, Hoover og Roosevelt
ásamt öllum utanríkisráðherr-
um þeirra og ráðgjöfum í her
og flota.
Stjórnarfyrirkomulag Banda-
ríkjanna var aldrei hugsað
þannig í framkvæmdinni. Ef
forsetarnir og ráðgjafar þeirra
og meiri hlutinn í þinginu hefðu
fengið að ráða utanríkisstefn-
unni, eins og ætlast er til í
stjórnarskránni — ef fáeinir
öldungadeildarmenn hefðu ekki
beitt málþófi til að hafa áhrif
á stefnuna í utanríkismálum —
mundum við aldrei hafa komizt
í svo bráða hættu, sem raun ber
vitni um.
Við erum nú að bæta fyrir
mistök okkar með því að kveðja
milljónir æskumanna í herinn
og með einbeitingu iðnaðarins í
þágu hernaðarins. Það kann að
kosta blóð og tár, áður en sigr-
ast verður á hættunni. Engin
önnur þjóð hefði getað framið
slík reginmistök án þess að
glatast.
Við getum það, því að í hópi
stórþjóða nútímans hafa Banda-
ríkin sérstöðu. Þýzkaland er
stórveldi á landi, en takist því
ekki að brjóta sjóveldi Breta á
bak aftur, eru þeir einskis megn-
ugir á höfunum. Bretland og
Japan eru eyveldi. Við einir ráð-
um yfir stórum flota, sem hefir
að baki sér auðlindir hálfrar
heimsálfu. Þegar þessi aðstaða
o*