Úrval - 01.06.1942, Side 93

Úrval - 01.06.1942, Side 93
AÐDRÁTTARAFLIÐ 91 Aðrir ætla, að það berist með hraða Ijóssins, þ. e. 300000 km. á sek., en við verðum að viður- kenna, að við vitum það ekki. Newton var uppi frá 1642 til 1727, og lögmál hans var sett fram árið 1684. Það stóðst ná- kvæmustu tilraunir, sem fram- kvæmanlegar voru, og því talið fullsannað. Þannig hefir staðið fram á síðustu ár, eða þar til Albert Einstein setti fram sína víðfrægu afstæðiskenningu. Fjallar hún einnig um aðdrátt- arafl það, sem er milli tveggja hluta. Þessi kenning er byggð á allt öðrum grundvelli en lög- mál Newtons, en þó skakkar svo litlu á niðurstöðunum, að þess gætir ekki nema þegar reiknað er með stjarnfræðilegum stærð- um og vegalengdum. Lögmál Newtons er í raun réttri sér- stakt afbrigði af lögmáli Ein- steins, sem er víðfeðmara. Hér nægir að geta þess, að samkvæmt kenningu Einsteins er aðdráttaraflið eiginleiki rúmsins, sem fram kemur þegar efni er fyrir hendi. En ég hygg að þið séuð mér sammála í því, að ekki verði málið auðskildara með því að segja, að aðdráttar- aflið sé eiginleiki rúmsins, eins og Einstein vill vera láta, held- ur en að það sé eiginleiki efnis- ins, eins og Newton kenndi. Hinn sorglegi sannleiki er sá, að þrátt fyrir alla okkar þekk- ingu og nákvæmu tæki, vit- um við ekki, hvað aðdráttarafl er. Við getum reiknað með því og mælt það víða, en við vitum ekki, hvað það er, og komumst ef til vill aldrei að því. Án tillits til þess, hvort af- stæðikenningin er rétt eða ekki, má varpa fram þeirri spurningu, hvort aðdráttarafl muni vera milli allra hluta, hversu smáir eða stórir, sem þeir eru. Gætir þess til dæmis milli atoma, sem öll efni eru byggð af, og eru margfalt minni en svo, að þau sjáist í stærstu smásjá? Ekki er það öldungis víst, en líkurnar eru þeim megin. Við vitum að þess gætir í okk- ar sólkerfi, en gætir þess alls- staðar í óravíddum himinhvolfs- ins, f jarlægðum, sem ljósið berst frá á milljónum ára, en það fer, sem fyrr segir 300000 km. á sek.? Sennilegast er það. En eigi hjálpar þetta oss til að svara spurningunni: ,,Hvað veldur aðdráttaraflinu ?“ +
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.