Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 30
28
TJRVAL
lög mundu duga. Lausnina á
vandanum er að finna í sögu
Bandaríkjanna. Þegar Banda-
ríkin voru stofnuð, var ríkja-
sambandið í fyrstu ákaflega
laust. Ríkisþingið (Kongress-
inn) hafði mjög takmarkað
vald, og varð að horfa aðgerð-
arlaust á, að hin einstöku ríki
reistu alls konar skorður og
hömlur sín á milli.
Evrópuþjóðirnar biðu rólegar
eftir að ríkið liðaðist í sundur.
Og ef ekki hefði verið breytt
um stefnu og sambandsstjórn-
inni fengin aukin völd, mundi
þessi unga þjóð hafa liðazt í
sundur.
Afleiðing þessa varð aukið
afl, eining og máttur, bæði í
friði og ófriði. Þannig mundi
líka verða í sambandsríki hinna
enskumælandi lýðræðisríkja.
Enginn er að biðja þjóðholla
Ameríkumenn að gerast þegnar
í brezka heimsveldinu. George
IV. Bretakonungur mundi hafa
álíka mikla þýðingu fyrir þá og
einhver blökkumannahöfðingi
suður í Afríku. Vér Ameríku-
menn þurfum ekki að óttast
brezk yfirráð. Á sambandsþing-
inu mundu 130.000.000 ame-
rískra kjósenda ekki hafa mikið
að óttast af hendi 70.000.000
Breta, íra, Ástralíumanna, Ný-
Sjálendinga, Kanadamanna og
Suður-Afríkumanna.
Hinn fjárhagslegi hagnaður
við stofnun sambandsríkisins er
augljós. Að lífskjör Bandaríkja-
manna hafa komizt á svo hátt
stig, sem raun ber vitni, er aðal-
lega því að þakka, að landbún-
aðurinn og iðnaðurinn hafa átt
við stærri frjálsan markað að
búa en til er annars staðar í
heiminum. Ef allur heimurinn
væri gerður að einum frjálsum
markaði, mundi það hafa ófyrir-
sjáanlega þýðingu fyrir heims-
viðskiptin.
Sjálfur munuð þér þurfa að
borga minna fyrir fyrsta flokks
brezkar ullarvörur, en nú fyrir
lélegar vörur af sama tagi. Og
minna fyrir nýja bílinn yðar, af
því að ameríski bílaiðnaðurinn
mundi þá fá miklu stærri frjáls-
an markað.
Þær billjónir af gulli, sem
nú eru innifrosnar í Bandaríkj-
unum, mundu færa nýtt og
ferskt blóð í framleiðslu og við-
skipti heimsins. Berið það sam-
an við hin rígskorðuðu og toll-
bundnu viðskipti, sem vér búum
nú við, og sem allir tapa á.
Hugsið yður meira en hálf-
an heiminn sem eitt allsherjar