Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 35
Hvort er þýðingarmeira gáfur eða skapgerð? Þetta
atriði er á dálítið óvenjulegan hátt rætt í þessari grein.
Fyrsta skólagangan.
Kafli úr bók eftir KATHRENE PINKERTON
í samþjöppuðu formi.
egar Bobs var orðin 6 ára,
fórum við að líta í kringum
okkur eftir skóla handa henni,
og fundum okkur til mikillar
ánægju nýtízku smábarnaskóla,
sem notaði allra nýustu kennslu-
aðferðir. Nemendurnir voru að-
eins úrvalsbörn að gáfum. Ég
var ekki í neinum vafa um frá-
bæra hæfileika Bobs, en ég gerði
mér mikið far um að innprenta
henni mikilvægi skólagöngunn-
ar. Sennilega hefi ég gert of
mikið að því. Þegar hún var
tekin til viðtals í fyrsta skipti
í skólanum, steinþagði hún til
þess að vera viss um að segja
ekki neina vitleysu. Einhvern
veginn fékk hún samt inn-
göngu.
Morguninn, sem skólinn átti
að byrja, kom Bobs inn til okk-
ar foreldranna fyrir allar aldir
og spurði, hvortviðhefðumverið
að kalla á sig. Þegar við sögð-
um henni, að hún hefði notað
þessa sömu afsökun á jólunum,
sagði hún: ,,En þetta er líka
þýðingarmikill dagur.“
Á leiðinni í skóiann hélt hún
rígfast í hendina á mér. Þó að
við kæmum snemma, var skóla-
stofan orðin þéttskipuð foreldr-
um og börnum þeirra. Þær mæð-
ur, sem vildu, gátu fengið að
vera viðstaddar fyrstu kennslu-
stundina, og ég ákvað að not-
færa mér það. En þegar Bobs
snéri sér að mér og sagði alvar-
leg og einbeitt, „vertu sæl,
mamma," varð mér ljóst, að nú
var fyrsta skeið bernskunnar á
enda. Bobs hafði orðið fyrri til
að skilja þetta, og ég fór.
Við Robert biðum bæði með
eftirvæntingu eftir frásögn
Bobs af fyrsta deginum í skól-
anum, en hún svaraði öllum
spurningum okkar með einsat-
kvæðisorðum. Þegar þessu hafði
farið fram í nokkra daga, spurði
Robert mig, hvort ég héldi, að
henni gengi vel. Ég var ekki eins
viss og ég vildi vera láta, þegar