Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
Þá datt einhverjum snjallræði
í hug. Hvers vegna mátti ekki
nota útfjólubláa geisla til „lýs-
ingar“ í smásjánni í stað venju-
legra ljósgéisla?
Bylgjulengd útf jólubláu geisl-
anna er miklu minni en bylgju-
lengd venjulegs ljóss. Hún er
helmingi minni en bylgjulengd
þess sólarljóss, sem berst inn
um gluggann til yðar á sólbjört-
um sumarkvöldum. Með því að
nota útf jólubláa geisla mátti sjá
svo smáar agnir, að 10000 þeirra
mátti koma fyrir á ydduðum
blýantsoddi.
En vísindamennirnir voru
ekki ánægðir.
Þeir vildu fá smásjá, sem sjá
mátti í 200 sinnum smærri agnir
en með útfjólubláu geislunum.
Með slíkri smásjá gátu þeir séð
atómin — öreindirnar, sem
alheimurinn er gerður úr. Ef
þeir gætu séð þessar eindir,
mundi þeim auðnast að gera að
veruleika hinn aldagamla draum
gullgerðarmannanna — að búa
til gull úr blýi, demanta úr kol-
um — og það sem er miklu þýð-
ingarmeira nú á tímum — þeim
mundi takast að búa til betra
stál, sterkara sement, sterkari
gerfisilkiþræði, betri málningu
o. s. frv.
Þannig smásjá mundi gera
sýklafræðingum kleift að sjá
,,virusinn“, sem er smæstur allra
lifandi vera, og jafnframt ban-
vænstur.
Þannig var málum komið árið
1925, þegar nokkrir eðlisfræð-
ingar, sem störfuðu hjá Bell
Telephone-félaginu, sönnuðu
með tilraunum, að rafeindirnar
(elektrónurnar) hreyfast í
bylgjum alveg eins og ljósið, og
haga sér raunverulega mjög
svipað.
Þetta var stórviðburður í
heimi vísindanna. Bylgjur raf-
eindanna eru allt að 1200 sinn-
um minni en bylgjur útf jólubláu
geislanna, og ræður rafstraums-
spennan nokkru þar um. Við
milljón volta spennu verður
bylgjulengdin 1200 sinnum
minni en útf jólubláu geislanna.
Þetta eru ekki stórar tölur í
augum okkar leikmannanna. En
fyrir vísindamennina táknuðu
þær, að hægt yrði að nota raf-
eindabylgjurnar til að ,,sjá“:
eindir, sem væru talsvert minni
en atómin.
Þegar þessi uppgötvun var
gerð, vissu vísindamennirnir
ekki nóg um eðli rafeindanna
til þess að hægt væri að taka
þær í þjónustu smásjárinnar.