Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 22
20
tjRVAL
að gamla manninum. En hann
dró brosandi spánnýjan 100
dollara seðil upp úr vasa sínum
og rétti henni.
„Fyrirgefið mér þennan
óleik,“ sagði hann. „Hérna eru
peningarnir yðar. Það borgaði
sig fyrir mig að eyða hundrað
dollurum til að komast hjá að
verða sjálfur rannsakaður. Ég
er með tíu þúsund dollara með
mér.“
Þannig voru sögurnar, sem
við strákarnir dáðumst mest að.
Prentsmiðjurnar unnu dag
og nótt. Þó að tilraun væri gerð
til að fylgja hinu hækkandi
verðlagi með kauphækkunum,
var ómögulegt að hafa við
djöfulæði prentsmiðjanna. I
hverjum mánuði, og seinna á
hverri viku, var vísitalan reikn-
uð út vísindalega. Þegar blöðin
sögðu, að vísitalan hefði hækk-
að um 300% urðu atvinnurek-
endur að hækka kaupið um
300% . En blöðin höfðu ekki við
prentsmiðjunum og vísitalan var
því alltaf langt á eftir verðlag-
inu. Það hækkaði ekki aðeins
vegna verðrýrnunar gjaldeyris-
ins, heldur vegna þess, hve eft-
irspurnin var gífurleg á öllum
sviðum — jafnvel kjöt varð ekki
eins fljótt ónýtt og peningarnir.
1 desember 1920 var seðla-
veltan komin upp í 80 billjónir.
Það samsvaraði 1.307.000.000
dollurum. Þrem árum seinna
var seðlaveltan komin upp í
497.000.000.000.000.000.000
mörk, en sem aðeins voru 114,-
000.000 dollara virði — ellefta
hluta veltunnar 1920.
í desember 1921 var heild-
söluverð að meðaltali þrjátíu og
fimm sinnum hærra en árið fyrir
stríðið. Einu ári síðar var það
orðið 1500 sinnum hærra. Tveim
árum seinna, um jólin 1923, var
það orðið 1.260.000.000 sinnum
hærra en verðið fyrir stríð.
Framfærslukostnaður var 1247
sinnum hærri 1923 en 1919. I
desember 1921 jafngilti eitt
mark hálfu amerísku senti.
Tveim árum seinna var gildi
marksins 222 trilljónustu hlutar
úr senti. Á þremur árum gengis-
hrunsins dóu fjórar milljónir
manna úr „vaneldi". Dóu með
öðrum orðum úr hungri.
Af endurminningum mínum
af þessari Gulliversdvöl minni í
landi núllanna, ætla ég að til-
færa hér sögur tveggja fjöl-
skyldna í Berlín: Fjölskyldu
Arthurs Edel, vínsala í Tauent-
zienstrasse, og fjölskyldu Ru-