Úrval - 01.06.1942, Side 22

Úrval - 01.06.1942, Side 22
20 tjRVAL að gamla manninum. En hann dró brosandi spánnýjan 100 dollara seðil upp úr vasa sínum og rétti henni. „Fyrirgefið mér þennan óleik,“ sagði hann. „Hérna eru peningarnir yðar. Það borgaði sig fyrir mig að eyða hundrað dollurum til að komast hjá að verða sjálfur rannsakaður. Ég er með tíu þúsund dollara með mér.“ Þannig voru sögurnar, sem við strákarnir dáðumst mest að. Prentsmiðjurnar unnu dag og nótt. Þó að tilraun væri gerð til að fylgja hinu hækkandi verðlagi með kauphækkunum, var ómögulegt að hafa við djöfulæði prentsmiðjanna. I hverjum mánuði, og seinna á hverri viku, var vísitalan reikn- uð út vísindalega. Þegar blöðin sögðu, að vísitalan hefði hækk- að um 300% urðu atvinnurek- endur að hækka kaupið um 300% . En blöðin höfðu ekki við prentsmiðjunum og vísitalan var því alltaf langt á eftir verðlag- inu. Það hækkaði ekki aðeins vegna verðrýrnunar gjaldeyris- ins, heldur vegna þess, hve eft- irspurnin var gífurleg á öllum sviðum — jafnvel kjöt varð ekki eins fljótt ónýtt og peningarnir. 1 desember 1920 var seðla- veltan komin upp í 80 billjónir. Það samsvaraði 1.307.000.000 dollurum. Þrem árum seinna var seðlaveltan komin upp í 497.000.000.000.000.000.000 mörk, en sem aðeins voru 114,- 000.000 dollara virði — ellefta hluta veltunnar 1920. í desember 1921 var heild- söluverð að meðaltali þrjátíu og fimm sinnum hærra en árið fyrir stríðið. Einu ári síðar var það orðið 1500 sinnum hærra. Tveim árum seinna, um jólin 1923, var það orðið 1.260.000.000 sinnum hærra en verðið fyrir stríð. Framfærslukostnaður var 1247 sinnum hærri 1923 en 1919. I desember 1921 jafngilti eitt mark hálfu amerísku senti. Tveim árum seinna var gildi marksins 222 trilljónustu hlutar úr senti. Á þremur árum gengis- hrunsins dóu fjórar milljónir manna úr „vaneldi". Dóu með öðrum orðum úr hungri. Af endurminningum mínum af þessari Gulliversdvöl minni í landi núllanna, ætla ég að til- færa hér sögur tveggja fjöl- skyldna í Berlín: Fjölskyldu Arthurs Edel, vínsala í Tauent- zienstrasse, og fjölskyldu Ru-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.