Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 43
HIN MIKLU MISTÖK BANDARÍKJANNA
41
að aðskilja lýðræðisríkin og
ráða niðurlögum eins og eins í
einu og kúga þau síðan til að
fylgja sér í ofsókninni gegn því
næsta.
Þannig tókst Þjóðverjum, sem
fyrir fimm árum voru vopnlaus-
ir og umkringdir, að brjóta á
bak aftur áhrifavald Þjóða-
bandalagsins, rjúfa bandalag
Rússa og Frakka, ná ítalíu
undir áhrifavald sitt, leysa
Tjekkoslóvakíu sundur, ein-
angra Pólland, gera bandalag
við Japan og ala á þeirri trú
Bandaríkjanna, að það sem færi
fram handan við Atlantshafið
væri þeim algerlega óviðkom-
andi — allt án þess að einu ein-
asta skoti væri hleypt af í yfir-
lýstri styrjöld.
Það var þessi markvissa,
pólitíska sóknaraðferð, sem
lagði grundvöllinn að hernaðar-
sigrum Þjóðverja. Og það er
hin þröngsýna, aðgerðarlausa
ntanríkisstefna Bandaríkjanna,
sem er nú á góðum vegi með að
skapa þeim sömu aðstöðu og
Þjóðverjar höfðu fyrir fimm
árum.
Hernaðaraðferð sú, sem ein-
angrunarsinnar hafa knúð fram
hér í Bandaríkjunum, er byggð
á þeirri skoðun, að hægt sé að
reisa varnarhring í kringum
Bandaríkin, og að í skjóli þeirr-
ar verndar, sem úthöfin tvö
veita okkur, séum við öruggir
gegn hvers konar árás. Þess
vegna hefir okkur verið talin
trú um, í fyrsta lagi, að við
hefðum ekki þörf fyrir neina
bandamenn, og í öðru lagi, að
það skipti engu máli, hve marg-
ar þjóðir bindist samtökum
gegn okkur.
Þetta er falskenning. Jafnvel
einangrunarsinnar sjá nú, að til
þess að hægt sé að verja Banda-
ríkin, þurfum við að gera banda-
lag við Kanada og Brazilíu. En
hvers vegna þeir eru á móti því
að hafa Bretland með í þessu
bandalagi, mun enginn herfræð-
ingur nokkru sinni geta skýrt.
Því að ef við þörfnumst Kanada
og Brazilíu — sem engan flota
eiga — til þess að verja Ame-
ríku gegn árásum handan yfir
höfin, væri Bretlands vissulega
ekki síður þörf til að sjá um, að
slík árás gæti aldrei komizt í
framkvæmd.
Einangrunarsinnar segjast
vera á móti því að gera banda-
lög við aðrar þjóðir. En í raun
og veru hafa þeir komið því til
leiðar, að við höfum gert banda-
lög aðeins við veikari þjóðir, og