Úrval - 01.06.1942, Síða 97
VERSAILLES
95.
hvergi voru menn óhultir fyrir
átroðningi.
Það var siður hjá frönsku
konungsfjölskyldunni að snæða
að f jölda manns áhorfandi. Sval-
irnar að borðstofunni voru því
ávallt þéttskipaðar alls kyns
farandlýð meðan á máltíð stóð.
Aðgangur var öllum frjáls, en
þau skilyrði sett, að karlmenn
bæru hatt og sverð. Þetta hvort
tveggja mátti hins vegar fá að
láni hjá hallarverði fyrir smá-
vægilega borgun.
Konungi leið aldrei úr minni
hin erfiðu æskuár sín, en þá
gerðu aðalsmennirnir hárða hríð
að krúnunni. Fyrir því afréð
hann að gera sér allt far um að
brjóta á bak aftur vald þeirra,
annars vegar með því að gera
þá sér háða með gjöfum og
fríðindum, og hins vegar með
því að ala á úlfúð og sundrung
þeirra á milli. Versailles var
hátindur skrauts og glæsi-
leiks, og þar, undir handleiðslu
konungs, dvöldu aðalsmennirnir
öllum stundum. Áform konungs
heppnaðist, vald hans var óskor-
að. Hann gat því sagt með
sanni: Frakkland, það er ég.
Aðalsmennirnir urðu að veru-
legu leyti að standa straum af
hinni gegndarlausu eyðslu við
hirðina. Efni þeirra gengu því
mjög til þurrðar, en þegar af
þeirri ástæðu voru þeir mjög
háðir konungi.
Konungshollusta var ríkulega
launuð með gjöfum og fríðind-
um. Lúðvík gaf hjákonum sín-
um, svo og flestum heldri kon-
um við hirðina, mikil lén og
stórar gjafir. Örlæti hans var
stundum dulbúið á þann hátt, að
hann efndi til happdrættis, þar
sem þátttakan kostaði lítið, en
vinningarnir voru gull og ger-
semar. Enginn gat vænzt frægð-
ar né frama væri hann ekki dag-
legur gestur við hirðina.
Riddarasveinar gátu aðeins
heldri manna synir orðið. Voru
þeir jafnan óstýrilátir mjög, og
gerðu hinn mesta óskunda í
nærliggjandi bæjum. Sveinunum
var kenndur vopnaburður við
hirðina og á hennar kostnað,.
en 17 ára gamlir hlutu þeir for-
ingjastöður í hernum. Það var
ókleift með öllu að hafa hemil
á þessum ungu aðalsmönnum,.
sem áttu í sífelldum innbyrðis.
erjum. Almenningur fyrirleit
þessa ærslabelgi, sem brutu allt
og eyðilögðu, svívirtu konur og
spilltu friði manna. Voru þeir a5
jafnaði skuldum vafðir, en
lánardrottnar þeirra fengu ekk-