Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 10
8
XJRVALi
vélahersveita og flugliðs í þetta
skarð. Þeir brutust í gegn, skáru
á samgönguæðar franska hers-
ins og umkringdu enska herinn,
sem síðan varð að hörfa undan
til Dunkirk og komst þaðan við
illan leik. Hið sama skeði við
Sedan og þar með var orust-
unni um Frakkland lokið. Það
var ekki mannf jöldinn, sem réði
úrslitum, heldur örugg stjórn
og hið fullkomna samspil her-
eininganna.
Til þess að geta hagnýtt sér
þá menntun og þjálfun, sem
Halden hershöfðingi fyrirskip-
aði, verða menn að vera gæddir
óvenjulegum hæfileikum. En að-
ferðir þýzka hersins við val á
yfirmönnum tryggir það líka,
að einungis menn gæddir
óvenjulegum hæfileikum hljóti
foringjastöður innan hersins,
sem ekki verður sagt um heri
annarra þjóða. Hæfileikar eru
þar eini mælikvarðinn, þjónustu-
tími innan hersins hefir miklu
minni þýðingu og pólitísk áhrif
alls engin.
Frá því fyrsta að ungur Þjóð-
verji kemur í herinn, hvíla stöð-
ugt á honum vakandi augu liðs-
foringja þeirra, sem sérstaklega
eru settir til að velja liðsfor-
ingjaefni. Ég fékk tækifæri til
að kynnast starfsaðferðum eins
slíks liðsforingja í herbúðum
hjá Potsdam fyrir nokkrum ár-
um. Það var við heræfingar. Við
annan enda ,,vígvallarins“ var
lítil fótgönguliðssveit, vopnuð
riflum. Sveitin átti að sækja
fram yfir vígvöllinn og hver ein-
stakur maður átti að nota sér
hvert það skjól fyrir skothríð
óvinanna, sem hann gat fundið,
svo sem kletta, tré og skurði.
Liðsforinginn merkti við í eink-
unnarbók hvers þess manns,
sem gaf óvinunum lengur skot-
færi á sér en þörf var á. Sá,
sem fékk fæst merkin í bókina
sína, fékk aukaleyfi að laun-
um.
Liðsforinginn benti mér á
einn manninn. „Takið eftir þess-
um manni,“ sagði hann. „Hann
hefir heilann á réttum stað, og
kann að nota hann.“ Þegar
æfingunum var lokið, gerði liðs-
foringinn boð fyrir Schmidt
hermann, og lagði fyrir hann
nokkrar spurningar. Hvernig
honum líkaði byssan sín, og
hvort hann héldi, að dullitaður
einkennisbúningur mundi gera
hermönnunum hægra að kom-
ast yfir vígvöllinn undir þess-
um kringumstæðum. —- Svör
Schmidts voru skýr og gáfuleg.