Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 79
HARAKIRI
77
ekki japanskan hugsunarhátt."
Svo sneri hann sér allt í einu
að mér, horfði fast í augu mér
og sagði: ,,Þér getið hjálpað
mér, kapteinn, ef þér viljið.
Hver eru skilyrði yðar?“
Ég gladdist með sjálfum mér
jrfir því, að sigurinn skyldi reyn-
ast svo auðunninn. En ég svar-
aði hikandi: ,,Ég er ekki viss
um, að ég geti hjálpað yður. Að
minnsta kosti yrðuð þér að fara
úr landi.“
,,Auðvitað. Og hvað fleira?“
Þessi spurning kom svo flatt
upp á mig, að mér varð orðfall.
Loksins tókst mér þó að stynja
upp: ,,Ég verð að spyrja yfir-
boðara mína um það.“
Þegar ég kom aftur á skrif-
stofuna, sagði ég félögum mín-
um frá samtalinu og skilmálun-
um. Þeir hlógu hátt að þeim
hugsunarhætti, að japanskur
liðsforingi af tignum ættum
skyldi bjóðast til að hjálpa
leyniþjónustu óvinaþjóðar, til
þess að forða sér úr klóm
ómerkilegrar leikkonu. „Hann
gerir sér ekki háar hugmyndir
um skarpskyggni okkar,“ sagði
Oblomov majór, yfirmaður
minn. „Japönum hlýtur að vera
mjög mikið áhugamál að láta
okkur í té falskar upplýsingar.
En það væri skömm að taka
ekki þátt í skrípaleiknum með
honum. Við gætum beðið hann
að láta okkur fá afrit af fyrir-
skipunum um herflutninga við
Port Arthur og í Suður Man-
chúríu. Það getur verið gaman
að sjá, hvað japanska hermála-
ráðuneytið vill telja okkur trú
um. Við getum verið vissir um,
að það verður alveg gagnstætt
því, sem þeir hafa í hyggju.“
Við ræddum málið fram og
aftur og ákváðum loks að taka
þátt í skrípaleik Tanama. Hann
fór frá Pétursborg daginn eftir.
Þetta var að áliðnu sumri 1902,
og við vorum í óðaönn að búa
okkur undir stríðið, sem virtist
óumflýjanlegt. Við gleymdum
Tanama, þangað til í desember
um haustið, að pakki kom til
okkar í gegnum utanríkisráðu-
neytið frá hermálasérfræðing
okkar í Tokyo. I pakkanum voru
skjöl með nákvæmum upplýs-
ingum um fyrirhugaða liðflutn-
inga Japana í kringum Port
Arthur. Hvar ætti að setja lið
á land, hvernig ætti að dreifa
því og hvert væri hlutverk hvers
flokks um sig.
Við rannsökuðum þessi skjöl
nákvæmlega. Það voru í þeim
ýmsar óvæntar nýungar í