Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 71
MILLJÖNIR MANNA HEIMTAR IÍR HELJU
69
arra og flýtir þannig fyrir að
sjúklingurinn nái sér.
Nýjustu rannsóknir, sem ekki
er lokið ennþá, benda til, að
sulfadiazinið muni reynast vel
gegn beinátu, sjúkdómi, sem
dæmt hefir þúsundir barna til
æfilangra örkumla. Það er líka
ástæða til að ætla, að sulfadia-
.zine sé gott við hálsbólgu, sem
oft er fyrirrennari hjartasjúk-
dóma, er drepa fjölda af ungu
fólki á hverju ári. En þó þessu
sé sleppt, má telja líklegt, að
sulfadiazine sé merkasta upp-
götvun þessarar kynslóðar í
baráttunni við dauðann. Ef
læknar okkar nota það nógu
snemma, nógu djarflega, en þó
með gætni, mun þeim efalaust
takast að draga svo máttinn úr
þessum örsmáu f jendum iífsins,
að þeir verði ekki hættulegri en
taugaveiki og barnaveiki er nú
orðin.
Um margar aldir hafa þessir
smávöxnu morðingjar drepið
miljónir manna, en nú er það
óþarfi, svo er sulfadiazininu
fyrir að þakka.
♦ ♦♦
Móðirin var að reyna að fá skólavist fyrir fimm ára gamla
dóttur sína í skóla, þar sem lágmarksaldurinn var sex ár. „Hún
er óvenju skýr og bráðþroska," sagði hún. ,,Hún getur áreiðan-
lega fylgzt með sex ára bömum."
„Segðu nokkur orð,“ sagði kennarinn við telpuna.
Telpan leit kuldalega á kennarann, snéri sér síðan að móður
sinni og sagði: „Aðeins sundurlaus orð?“
Fyrsta ferð mín yfir miðbaug jarðar var í 8000 feta hæð yfir
Andesafjöllunum. Ósjálfrátt leit ég niður, eins og ég ætti von
á að sjá svart strikið á jarðbungunni. En í stað þess sá ég skugg-
ann af flugvélinni og í kringum hann regnbogahring eins og
svartþröst í marglitri, logandi umgjörð. I-að var dásamlega
fögur sjón. Ég hafði aldrei fyrr séð regnboga, sem myndaði heilan
hring lárétt við jörðu. Þessi fyrsta ferð mín yfir miðbaug mun
æ verða mér í minni vegna regnbogahringsins, þessa himneska
ljósboga, sem lá eins og dýrðarbaugur í kringum skuggann af
flugvélinni okkar.
Hudson Strode í „South by Thunder Bird“.