Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 129
ÖRLAGASTUND ENGLANDS
127
Borgir Englands, sem áður
höfðu háð harða samkeppni í
iðnaði og verzlun, hjálpuðu nú
hver annarri með ráðum og dáð.
Manngildið var nú meira metið
en fé og fasteignir.
England varð á þessari hættu-
stund sem ein heild. Þessi sex
mánaða leiftursókn sýndi, að
engin stétt eða borg, hvorki
konur eða karlar, gátu tileinkað
sér frekar öðrum þá eiginleika,
sem með þurfti til að bjarga
þjóðinni.
Langir og erfiðir mánuðir
voru framundan, en þjóðin hafði
öðlazt nýjan kjark. Menn voru
vonbetri og einbeittari, og þeg-
ar leið á desember og árásir
Þjóðverja urðu æ minni, jafn-
vel í tunglsljósi, varð okkur
Ijóst, að þessum þætti orustunn-
ar um Bretland væri lokið, og
landið kom sterkara úr eldraun-
inni. Það var allt útlit á, að
þetta hlé mundi vara fram á
vor, og húsbændur mínir sendu
mér því skeyti og báðu mig að
koma heim í tvo mánuði.
Ég bjó mig til brottferðar og
fór í síðustu gönguför mína um
London. Ég fór til Westminster-
dómkirkjunnar, á þinghústorg-
ið til að horfa á myndastyttu
St. Gaudens af Lincoln og að
gröf John Smith kapteins í St,
Sepulchrekirkjunni.
Ég gekk um garðinn í miðs-
vetrarrökkrinu, og þegar loft-
varnaflauturnar hófu upp raust
sína, varð mér hugsað til ame-
ríska flugmannsins, frá fyrra
stríði, sem hafði skrifað í dag-
bók sína, „Stríðsfuglar“: „Ég
hefi ekki lifað sérlega heiðar-
legu lífi, en ég hefi hugsað mér
að deyja heiðarlega. Mig langar
ekkert til að vera hetja, en ég
vil deyja eins og manni sæmir.“
Þannig var hugsunarháttur
fjöldans í borgum Englands.
Ég renndi huganum yfir und-
anfarin 20 ár — til að finna
hvaða veilur væru í afstöðu
þjóðanna til friðarins. Á friðar-
tímum hættir mönnum til að
lifa eingöngu fyrir sjálfa sig. Á
stríðstímum krefst þjóðin fórna
af einstaklingunum. Hvað eftir
annað fann ég það meðan ég var
í Englandi, að ég stóð nær landi
mínu en nokkru sinni fyrr. Mér
varð hugsað til púrítananna og
pílagrímanna, til Daníels Boone
og landnemanna. Á stríðstím-
um stendur maður ekki einn og
þýðing einstaklingsin's sem hluti
af heildinni verður honum aug-
ljós staðreynd. Fórnfýsi og
fórnarlund verða ekki aðeins.