Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
athygli. Svo hófst þessi æðis-
gengna barátta að nýju, ég sótti
á, en hún varðist. Að lokum
voru kraftar hennar á þrotum,
hún féll aftur á bak og kom
ekki frekari vörnum við.
Þegar ég sleppti henni, þaut
hún til dyra, opnaði og flýði.
Ég sá hana naumast næstu
daga og hún forðaðist mig. Vini
mínum hafði nú batnað til
muna, og bjuggumst við til
brottferðar. En þegar ég var í
þann veginn að sofna síðasta
kveldið, opnuðust dyrnar hljóð-
lega og inn kom stúlkan, ber-
fætt og fáklædd.
Hún kastaði sér í fang mér,
faðmaði mig, þrýsti mér að sér,
kyssti mig og grét. Hún dvaldi
hjá mér alla nóttina og veitti
mér allt það bezta, sem hún átti.
Viku seinna hafði ég gleymt
þessu æfintýri, sem er daglegt
brauð á ferðalögum, þar sem
þjónustustúlkum á veitingastöð-
um upp til sveita er ætlað að
stytta ferðalöngum stundir.
Þrjátíu ár liðu og ég hafði
algerlega gleymt Pont-Labbe.
En árið 1876 var ég þar enn
á ferð í embættiserindum.
Ekkert virtist hafa breyzt.
Kastalinn stóð þar enn í grugg-
ugri tjörninni. Veitingahúsið
var þar einnig, og hafði lítils
háttar verið lappað upp á það.
Tvær ungar og laglegar stúlkur
gengu þar um beina; þær voru
í þröngum lífstykkjum og höfðu
háa, bryddaða hatta.
Á meðan ég var að snæða
kvöldverðinn, kom gestgjafinn
og settist hjá mér. Við röbbuð-
um saman um stund, og spurði
ég hann þá, illu heilli: ,,Þekkt-
uð þér fyrri eigendur þessa
gistihúss? Ég dvaldi hér eitt
sinn í hálfan mánuð fyrir þrjá-
tíu árum.“
Hann svaraði: ,,Það voru for-
eldrar mínir.“
Ég minnti hann á, að brott-
för mín hefði dregizt vegna
veikinda vinar míns, og greip
hann þá fram í fyrir mér:
,,Já, nú man ég vel eftir yður.
Ég hefi þá verið fimmtán eða
sextán ára gamall. Þér sváfuð í
herberginu innst í ganginum, en
vinur yðar í herbergi því, sem
ég hefi nú.“
Þá flaug mér allt í einu í hug
laglega þjónustu stúlkan. Ég
spurði: ,,Munið þér eftir stúlk-
unni, sem á þeim tíma var í
þjónustu föður yðar? Hún var
lagleg, vel eygð og hafði ljóm-
andi fallegar tennur."