Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 36

Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 36
34 ÚRVAL ég sagði, að hún þyrfti fyrst að venjast skólavistinni. Eftir viku var ég kölluð til viðtals í skrifstofu skólastjór- ans. Ég sá strax, að svipur hennar boðaði ekkert gott. Hún hafði sýnilega megnasta van- traust á mér sem móður og upp- alanda, og ég bjó mig til að taka því versta. ,,Þér megið ekki gefa upp alla von,“ sagði hún hughreystandi. „Það er mikið hægt að gera fyr- ir vanþroskuð börn.“ Ég vaknaði eins og af svefni. „Bobs vanþroska!" hrópaði ég undrandi. „Takið þessu rólega,“ sagði hún. „Þér verðið að horfast í augu við það, þótt ekki væri nema vegna barnsins." Hún kallaði á einn kennarann. „Lofið okkur að sjá, hvað það var, sem Bobs gat ekki gert,“ sagði hún. Kennarinn kom með tvær tau- ræmur, aðra með tölum og hina með hnappagötum. „Bobs getur ekki einu sinni hneppt tölur,“ sagði hún. Mér létti. Ég fullvissaði þær um, að það væri heilt ár, síðan Bobs hefði lært að hneppa tölur. Þær litu hvor á aðra. „Þetta er alveg satt,“ sagði ég. „1 heilt ár hefir hún sjálf getað hneppt fötin sín —.“ Skólastjórinn lyfti upp hend- inni, eins og hún vildi biðja mig að hlífa sér við frekari útlist- ingu á fjölskyldulífi okkar. „Skiljið þér ekki, að við get- um ekki hjálpað yður, nema þér séuð hreinskilin við okkur?“ sagði hún. „Ég vonaðist til, að þér tækjuð þessu skynsamlega og væruð fús til að gera aðrar ráðstafanir um uppeldi hennar. Auðvitað getur hún ekki verið áfram hjá okkur, en í einhverj- um skóla eða hæli, sem hæfir hennar þroskastigi —.“ Skólastjórinn gekk fram að dyrunum með mér. Framkoma hennar varð alúðlegri. „Farið nú heim og hugsið málið,“ sagði hún, „og komið svo aftur, þegar þér eruð orðnar rólegri. Ég skal skrifa upp nöfn á nokkrum skól- um og svo getum við ráðgast um þetta í félagi. En umfram allt missið ekki vonina!“ Bobs beið frammi í auðri skólastofunni. „Hvers vegna hnepptirðu ekki þessa hnappa?“ spurði ég. „Þeir hnepptu ekkert saman!“ hrópaði Bobs. „Til hvers er að hneppa og hneppa, og hneppa svo frá aftur? Hún lét einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.