Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 72
Er Uf á Marz? Þessari spurningu er enn
ósvarað, en vísindin giíma sífellt við gátuna.
Leyndardómur Marz.
Samþjöppuð grein úr „Sky and Teleseope“
eftir William H. Barton, .Jr.
'T'rúa stjörnufræðingar því,
>> að Marz sé byggð?“ er
spurning, sem oft má heyra.
Aðrir spyrja blátt áfram: ,,Er
Marz byggð?“ Þessar tvær
spurningar eru alls ekki sama
eðlis. Sú fyrri spyr um skoðun
sérfræðinga, sú síðari um stað-
reynair. Við skulum fyrst at-
huga þá síðari. Hvað vitum við
raunverulega um Marz?
I meðalstórum stjörnukíki má
sjá Ijósa og dökka bletti á Marz
og á heimskautunum má sjá
hvítar skellur. I sterkari kíkjum
og við góð skilyrði getur æfður
stjörnufræðingur séð ýmislegt
fleira og má margt af því ljós-
mynda. En til athugana á slíku
er augað næmara en ljósmynda-
platan.
Stjörnukíkir með 25 til 30
feta brennivídd býr til mynd af
Marz, sem er f jórir hundruðustu
úr þumlung í þvermál eða minna
en innanmálið af ,,o“ í þessari
leturstærð. Þó að ljósmynda-
platan sé næm, getur hún ekki
sýnt ýms smáatriði á svo lítillí
mynd. Svona ljósmyndir eru
venjulega ekki augnabliksmynd-
ir, heldur teknar á tíma. Erfið-
leikar á að fylgja stjörnunni.
eftir með kíkinum, og breyting-
ar í gufuhvolfinu valda því, að
myndirnar geta aldrei orðið
mjög skarpar.
En þekking vor á þessum ná-
búa er ekki öll fengin með ljós-
myndum og athugunum í
stjörnukíkjum. Vér vitum líka.
ýmislegt um eðli og hita gufu-
hvolfsins á Marz.
Fljótt á litið mætti ætla, að
á öllum þeim árum, sem liðin
eru frá því að menn uppgötvuðu
fyrst hina svonefndu ,,skurði“
árið 1877, hefðu menn gert svo
margar athuganir, að ekkert
væri nú lengur óupplýst í þessu
efni. En þessu er ekki þannig
varið, því að tíminn er í raun
og veru mjög takmarkaður. Að-
eins einu sinni á tveim árum er