Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 62
Öryggi skipalesta er annað og minna nú en í
síðustu styrjöld, eins og sjá má af þessari grein,
i p a I e s t i r,
Samþjöppuð grein úr Chicago Sunday Tribune,
eftir St. Johnstone.
O vernig sem leikar fara í
•*■ Rússlandi, Asíu, Afríku og
á Miðjarðarhafi, geta Bretar
ekki haldið styrjöldinni áfram
nema að þeim takist að halda
opinni skipaleiðinni til Englands.
Fyrir þeim veltur allt á barátt-
unni um Atlantshafið, barátt-
unni milli skipalestanna og kaf-
bátanna.
1 lok maí-mánaðar í fyrra,
en þá hafði styrjöldin stað-
ið í 21 mánuð, viðurkenndu
Bretar missi 1639 skipa, sem
að burðarmagni voru 6.702.807
tonn. Meginhluti þessa flota
voru kaupför hlaðin dýrmætum
hergögnum og matvælum, sem
þá skortir svo mjög. 1 styrjald-
arbyrjun var skipastóll Breta
16.000.000 tonn, og hafa þeir
því þegar misst ríflega þriðjung
hans.
Skipatjón þetta á sér stað,
enda þótt gripið hafi verið til
þeirra ráða, sem að haldi komu
árið 1917, þegar verst horfði
fyrir Bretum í síðustu styrjöld.
Það er því bersýnilegt, að
hernaðaraðgerðir á sjó hafa
breyst til muna síðan þá, og
telja hernaðarsérfræðingar á-
stæðurnar þessar:
1. Samstarf flugvéla og kaf-
báta, sem og notkun flugvél-
anna til árása á skip.
2. Sigrar þýzka landhersins,
sem ' leiddu til þess, að
strandlengjan frá íshafi til
landamæra Spánar er nú á
valdi Þýzkalands.
Innilokun (blockade) Þýzka-
lands var einn meginþátturinn í
hernaðaraðgerðum Breta í síð-
ustu styrjöld. Tókst þeim að
loka Ermarsundi með öllu og
Norðursjónum að mestu fyrir
þýzkum kafbátum og ofansjáv-
arskipum. Reyndist þetta kleift
þar sem Holland, Danmörk,
Noregur og Svíþjóð héldu hlut-
leysi sínu.
Þýzkaland galt í sömu mynt
og reyndi að svelta Breta inni.