Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 85

Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 85
FRJÓSEMI 83 Þar stendur kastali í lítilli og gruggugri tjörn. Á rennur um bæinn og er hún rétt nógu djúp fyrir litla strandbáta. Göturnar eru hlykkjóttar og þröngar, en húsin gömul. Karlmenn bera mjög barðastóra hatta, eru í brydduðum vestum og fjórum jökkum; sá yzti nær rétt yfir herðablöðin, en sá innsti niður fyrir sitjandann. Stúlkurnar eru háar, laglegar og f jörlegar. Þær klæðast fyrir- ferðarmiklum kotum og eru í lífstykkjum, sem þær þrengja svo mjög að sér, að hin fagra líkamsbygging þeirra nýtur sín ekki. Höfuðbúnaðurinn er einn- ig einkennilegur. Hárið er strengt aftur með böndum, sem liggja um gagnaugun. Hattarnir eru háir og bryddaðir að fram- an með gull- eða silfurofnum dúk. Þjónustustúlkan á veitinga- húsinu var átján ára gömul. Hún hafði ljósblá augu og hvít- ar, sterklegar tennur, sem skein í, þegar hún hló. Hún kunni aðeins mállýzku þá, sem töluð er þar um slóðir, en ekki stakt orð í frönsku. Vini mínum batnaði veikin seint, og sagði læknirinn honum að halda kyrru fyrir. Mestan hluta dagsins var ég inni hjá honum, en þangað kom stúlkan oft, ýmist með niatinn handa mér eða drykk handa honum. Ég gerði oft að gamni mínu við hana, og virtist hún taka því vel. Við töluðum að sjálf- sögðu ekkert saman, þar sem við skildum ekki hvort annað. En eitt sinn, er ég hafði dval- ið hjá vini mínum langt fram á kvöld og var á leið í háttinn, mætti ég henni í ganginum. Herbergi hennar var andspænis mínu. Allt í einu, án þess að að- gæta, hvað ég var að gera, og meira af gamni en alvöru, ýtti ég henni inn í herbergi mitt og aflæsti. Hún starði á mig skelfd og æst, en þorði ekki að kalla á hjálp af ótta við að vekja hneyksli og vanþóknun gest- gjafans og föður síns. Ég hafði gert þetta í glensi, en þegar ég sá hana þarna, vaknaði hjá mér óslökkvandi löngun til þess að njóta henn- ar. Nú hófst löng og hljóð bar- átta; við byltumst á alla vegu, andardrátturinn var tíður og hörundið rakt af svita. Hún barðist sem ljón, því verður ekki neitað. Við rákumst ýmist á stóla eða borð, og lágum þá kyrr um stund af ótta við að vekja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.