Úrval - 01.06.1942, Síða 36
34
ÚRVAL
ég sagði, að hún þyrfti fyrst að
venjast skólavistinni.
Eftir viku var ég kölluð til
viðtals í skrifstofu skólastjór-
ans. Ég sá strax, að svipur
hennar boðaði ekkert gott. Hún
hafði sýnilega megnasta van-
traust á mér sem móður og upp-
alanda, og ég bjó mig til að taka
því versta.
,,Þér megið ekki gefa upp alla
von,“ sagði hún hughreystandi.
„Það er mikið hægt að gera fyr-
ir vanþroskuð börn.“
Ég vaknaði eins og af svefni.
„Bobs vanþroska!" hrópaði ég
undrandi.
„Takið þessu rólega,“ sagði
hún. „Þér verðið að horfast í
augu við það, þótt ekki væri
nema vegna barnsins."
Hún kallaði á einn kennarann.
„Lofið okkur að sjá, hvað það
var, sem Bobs gat ekki gert,“
sagði hún.
Kennarinn kom með tvær tau-
ræmur, aðra með tölum og hina
með hnappagötum.
„Bobs getur ekki einu sinni
hneppt tölur,“ sagði hún.
Mér létti. Ég fullvissaði þær
um, að það væri heilt ár, síðan
Bobs hefði lært að hneppa tölur.
Þær litu hvor á aðra. „Þetta er
alveg satt,“ sagði ég. „1 heilt
ár hefir hún sjálf getað hneppt
fötin sín —.“
Skólastjórinn lyfti upp hend-
inni, eins og hún vildi biðja mig
að hlífa sér við frekari útlist-
ingu á fjölskyldulífi okkar.
„Skiljið þér ekki, að við get-
um ekki hjálpað yður, nema þér
séuð hreinskilin við okkur?“
sagði hún. „Ég vonaðist til, að
þér tækjuð þessu skynsamlega
og væruð fús til að gera aðrar
ráðstafanir um uppeldi hennar.
Auðvitað getur hún ekki verið
áfram hjá okkur, en í einhverj-
um skóla eða hæli, sem hæfir
hennar þroskastigi —.“
Skólastjórinn gekk fram að
dyrunum með mér. Framkoma
hennar varð alúðlegri. „Farið
nú heim og hugsið málið,“ sagði
hún, „og komið svo aftur, þegar
þér eruð orðnar rólegri. Ég skal
skrifa upp nöfn á nokkrum skól-
um og svo getum við ráðgast
um þetta í félagi. En umfram
allt missið ekki vonina!“
Bobs beið frammi í auðri
skólastofunni. „Hvers vegna
hnepptirðu ekki þessa hnappa?“
spurði ég.
„Þeir hnepptu ekkert saman!“
hrópaði Bobs. „Til hvers er að
hneppa og hneppa, og hneppa
svo frá aftur? Hún lét einn