Úrval - 01.06.1942, Page 97

Úrval - 01.06.1942, Page 97
VERSAILLES 95. hvergi voru menn óhultir fyrir átroðningi. Það var siður hjá frönsku konungsfjölskyldunni að snæða að f jölda manns áhorfandi. Sval- irnar að borðstofunni voru því ávallt þéttskipaðar alls kyns farandlýð meðan á máltíð stóð. Aðgangur var öllum frjáls, en þau skilyrði sett, að karlmenn bæru hatt og sverð. Þetta hvort tveggja mátti hins vegar fá að láni hjá hallarverði fyrir smá- vægilega borgun. Konungi leið aldrei úr minni hin erfiðu æskuár sín, en þá gerðu aðalsmennirnir hárða hríð að krúnunni. Fyrir því afréð hann að gera sér allt far um að brjóta á bak aftur vald þeirra, annars vegar með því að gera þá sér háða með gjöfum og fríðindum, og hins vegar með því að ala á úlfúð og sundrung þeirra á milli. Versailles var hátindur skrauts og glæsi- leiks, og þar, undir handleiðslu konungs, dvöldu aðalsmennirnir öllum stundum. Áform konungs heppnaðist, vald hans var óskor- að. Hann gat því sagt með sanni: Frakkland, það er ég. Aðalsmennirnir urðu að veru- legu leyti að standa straum af hinni gegndarlausu eyðslu við hirðina. Efni þeirra gengu því mjög til þurrðar, en þegar af þeirri ástæðu voru þeir mjög háðir konungi. Konungshollusta var ríkulega launuð með gjöfum og fríðind- um. Lúðvík gaf hjákonum sín- um, svo og flestum heldri kon- um við hirðina, mikil lén og stórar gjafir. Örlæti hans var stundum dulbúið á þann hátt, að hann efndi til happdrættis, þar sem þátttakan kostaði lítið, en vinningarnir voru gull og ger- semar. Enginn gat vænzt frægð- ar né frama væri hann ekki dag- legur gestur við hirðina. Riddarasveinar gátu aðeins heldri manna synir orðið. Voru þeir jafnan óstýrilátir mjög, og gerðu hinn mesta óskunda í nærliggjandi bæjum. Sveinunum var kenndur vopnaburður við hirðina og á hennar kostnað,. en 17 ára gamlir hlutu þeir for- ingjastöður í hernum. Það var ókleift með öllu að hafa hemil á þessum ungu aðalsmönnum,. sem áttu í sífelldum innbyrðis. erjum. Almenningur fyrirleit þessa ærslabelgi, sem brutu allt og eyðilögðu, svívirtu konur og spilltu friði manna. Voru þeir a5 jafnaði skuldum vafðir, en lánardrottnar þeirra fengu ekk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.