Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 7
LEIFTURHLJÓMDRÁPAN FRÁ LENINGRAD
5
ur í loftvarnabyrgið. Þetta var
ekki hreystibragð til að sýnast;
honum var bókstaflega ómögu-
legt að slíta sig frá tónlistinni.
,,Tónarnir ólguðu í mér án af-
láts,“ sagði hann síðar um þess-
ar undursamlega frjóu vikur.
Höfundurinn sjálfur, sem er
sérlega vandvirkur listamaður,
mætti reglulega á æfingum og
tók þátt í þeim. Loks nálgaðist
hínn mikli viðburður — frum
uppfærslan í súlnahöllinni í
Moskvu. Úti fyrir drundi og
buldi í loftvarnabyssunum. En
hinir hátignarlegu hljómar
héldu áfram að óma, þeir sungu
lofsöngva til friðarins, byltust
í hinum djarflegu hernaðarstef j-
um og leystu úr læðingi tilfinn-
ingar haturs og ástar; þeir voru
ýmist ruddalegir, ófágaðir og
ruglingslegir eða blíðir og við-
kvæmir. Og hinn feiknlegi
mannf jöldi hélt niðri í sér and-
anum til þess að heyra hina
skelfilegu frásögn um baráttu
Rússlands.
Allt í einu birtist á sviðinu
maður með gasgrímu, sem
árangurslaust reyndi að ávarpa
áheyrendur. Það var bersýni-
legt, að þessa tónsmíð varð að
leika þangað til tákn sigursins
var komið í augsýn.
Síðustu tónarnir dóu út.
Hljómdrápunni var lokið.
Hljómsveitarmennirnir virtust
vera mjög hrærðir. Hermenn-
irnir úr rússneska hernum, sem
komið höfðu í orlofi frá vígvell-
inum gagngert til að sækja
hljómleikana, stóðu höggdofa.
Einkennisklæddi maðurinn
gekk nú fremst fram á hljóm-
pallinn og mælti: „Borgarar!
Verið rólegir. Loftárás er í að-
sigi.“ Honum var svarað með
hlátrasköllum:
„Við vitum það! Höfundurinn
fram! Höfundurinn!“
Rússneska fólkið sýndi með
þessu meira en aðdáun sína
fyrir tónlistinni. Þegar tón-
skáldið var hvað eftir annað
kallað fram, fólst í þeim fögn-
uði meira en dálæti á höfund-
inum: Það var merki um ætt-
jarðarást rússnesku þjóðarinn-
ar og ákvörðun hennar að ver ja
land sitt til hinztu stundar.