Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
um framar háir kynferðismál-
unum gamlar kerlingabækur,
hættulegar lygar um „skaðvæn-
leg áhrif“ barnæðislegra ódæða,
lamandi tepruskapur og mjög
heimskuleg forboð. Mörg stúlk-
an hefir gengið í hjónaband með
hugann fullan af fávíslegum
,,reglum“ um tíðleik samfara og
þeirri föstu kreddutrú, að ein-
ungis fáein viss ástaratlot séu
siðsamlegs eðlis. Og hvernig á
sá eiginmaður, sem hlotið hefir
þetta sama uppeldi og brúður
hans og fengið sams konar
fræðslu, eða fræðsluskort, að
veita henni raunhæfa tilsögn?
Ef þú ert verðandi brúður,
eiginkona, sem vilt auka á sam-
ræmið í samförum við mann
þinn; eða móðir, sem óskar að
gefa börnunum holl ráð í kyn-
ferðismálum, þá lestu tvær eða
þrjár góðar bækur um hjóna-
bandið og leitaðu ráða menntaðs
sérfræðings. Annars getur sál-
fræðingur, kvensjúkdómalæknir
eða sálsýkisfræðingur leiðbeint
þér. Heimilislæknir þinn er betri
leiðbeinandi í kynferðismálum
en ættingi þinn eða vinur.
Málið er frekar andlegs eðlis en
líkamlegs, og því er bezt að ráð-
færa sig við sálfræðilega mennt-
aðan mann.
Það er mikilsverðast eigin-
konunni að skilja það til fulls,
að hennar hlutverk í samförun-
um sé jafn-stórt og þýðingar-
mikið og eiginmannsins, og að
hún láti sannarlega sitt eftir
liggja, ef hún tekur aðeins á
móti atlotum mannsins sem
dauður hlutur. Mætti vitna til
f jölmargra ummæla, er sýna, að
þetta er álit sérfróðra manna.
Jafnvel karlmenn, gæddir
sterkustu kynhvötum, óska að
verða þess varir, að konan njóti
í sem ríkustum mæli unaðarins
með honum. f greinagóðri bók,
„Háttur alLra kvenna,“ segir
læknirinn og sálfræðingurinn
M. Esther Harding: „Karlmað-
urinn á það til að fórna lífs-
starfi sínu og fjölskyldu, jafn-
vel sæmd sinni, til þess að geta
fylgt þeirri konu, sem veitt hef-
ir honum dýpstan unað, og það
enda þótt sú kona hafi haft á
sér miður gott orð. Þessi kynni
hans af sjálfri Iífsorkunni grípa
hann fastari tökum en svo, að
sjálfsumhyggjan megni Iengur
að halda honum hjá eiginkon-
unni, sem hann máske kynferð-
islega séð hefir umgengizt mest
af skyldurækni og vana.“
Norman E. Himes, prófessor
í félagsfræði við Colgate há-