Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 69

Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 69
VILJIÐ ÞÉR HÆTTA AÐ REYKJA? 67 sé rétt í grundvallaratriðum, En hana má draga saman í eftirfar- andi setningar: „Takið ákvörðun og byggið hana á eins mörgum, skynsam- iegum rökum og þér getið. Leyfið engar undantekningar, unz nýi vaninn er kominn í fast- ar skorður. Styrkið ákvörðun yðar öðru hvoru, með því að færa fram ný og sannfærandi rök henni til stuðnings.“ f yfirliti okkar um hina 145 menn, er höfðu algerlega hætt að reykja og þá 366, sem höfðu hætt um stundarsakir,- kom fram, að þeir beittu einkum þrem aðferðum. Algengasta að- ferðin var sú sama og James mælti með — að hætta reyk- ingum í eitt skipti fyrir öll, án allra tilslakana. Önnur aðferðin er fólgin í því, að venja sig á eitthvað í staðinn, t. d. pípu, vindla, tyggigúmmí eða sælgæti. Hin þriðja er hægfara: Menn minnka reykingar smátt og smátt. Enda þótt s k y n d i a ð - f e r ð i n væri algengari meðal þeirra manna, er við athuguð- um, uppgötvuðum við, að hundr- aðshluti þeirra, er tókst að hætta reykingum að fullu, var talsvert hærri meðal hinna, er hættu smám saman. Að- ferð mín, er byggist á trufl- u n u m, er hægfara, en þó með þýðingarmiklum viðauka: Hún skapar kerfisbundna truflun á rás reykingavanans; — breytir röð ósjálfráðra hræringa í ein- stakar, óvenjulegar athafnir, er verka á hugann sem hættu- merki. Þegar slíkar tilraunir heppn- ast, eru þær í beinni mótsetn- ingu við örvinglan hinna mörgu, sem hafa gefið upp alla vörn gegn ofurvaldi sigarettunnar. Það kann að virðast svo, að það hafi ekki mikla þjóðfélagslega þýðingu að sigrast á þessum vana. En aðeins það, að gefast upp fyrir einhverjum þeim óvana, er við höfum áunnið í daglegu lífi, er alvarlegt mál — fyrir foreldra, börn og þjóðfé- lagið í heild. Það er þessi af- staða, sem kemur mönnum til að líta svo á, að þeir séu ofur- liði bornir af umhverfi sínu eða kringumstæðum. Sá maður, sem leynt eða ljóst viðurkennir, að hann sé ofur- seldur valdi vanans, hefir glatað sjálfræði sínu, og er dugminni og miður ábyrgur þegn í þjóð- félaginu en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.