Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
og samandregna hermanna-
hvílu. Allar myndir voru born-
ar á burt úr herberginu.
Eitt sinn bað ung, amerísk
stúlka, sem var á ferðalagi um
Þýzkaland, Bock að gefa sér
sýnishorn af nafni hans, rituðu
með eigin hendi, en varð svo
skelfingu lostin af ísbitru
augnaráði hans, að það fyrsta,
sem hún stundi upp, var þetta:
,,Ég hefi séð dauðan sjálfan.“
Brytinn við Lichterfelde her-
skólann, en þar kenndi Bock
liðsforingjaefnum fyrir stríðið,
var vanur að hafa staup af
sterku víni á reiðum höndum,
þegar kennslustundir Bocks
voru um garð gengnar. „Eftir
að hafa átt Bock karlinn yfir
höfði sér,“ sagði hann þrásinn-
is, „þurfa strákarnir sannarlega
á góðri hressingu að halda.“ Og
meðal skólasveinanna var þetta
sígild skálaræða: „Skál fyrir
víni, konum og sigri, en guð
forði okkur frá Bock gamla.“
Grimmdarfullt ofstæki þessa
manns, sem nú stjórnar hæpn-
ustu herför Hitlers, á sér rætur
allt til vöggunnar. Hann er son-
ur prússnesks hershöfðingja,
Moritz von Bock, og ólzt upp í
setuliðsbænum Kustrin, öflugu,
prússnesku virki, sem stendur í
miðju hrjóstuglendi Branden-
burg-héraðsins. I þessum sama
bæ var Friðrik mikli hafður í
fangelsi á unga aldri, eftir að
hafa reynt að strjúka til Eng-
lands undan hinum þunga her-
aga, sem faðir hans lagði hon-
um á herðar. Eldri Bock var
ákafur fylgismaður hinna
gömlu, prússnesku herdyggða:
aga og meinlæta, og frá tíu ára
aldri lifði sonur hans hermanna-
lífi, vandist vopnaburði með
hermönnunum, tók þátt í lang-
vinnu erfiði þeirra og bjó við
jafn óblíð kjör sem þeir.
Bock varð þannig af sjálfs-
hvötum, þegar á unglingsárum,
eitt af drifhjólunum í hernaðar-
vél Prússa, gagnstætt Friðriki
mikla, sem gerði tilraun til að
hrinda af sér okinu. Lærdóm
sinn hafði hann úr blóðdrifnum
frásögnum gömlu hermannanna
og kenningum föður síns, sem
boðuðu fall eða frægð. Hann
mátti því kaliast hervanur, þeg-
ar hann gekk í herskólann í
Potsdam. Bock kom skólafélög-
um sínum kynlega fyrir sjónir.
Hann vísaði á bug ölium
drykkjuboðum þeirra og dvaldi
tíðum í tómstundum sínum við
grafreit Friðriks mikla eða reik-
aði um hinar fornsögulegu göt-