Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
minn til vináttu þeirra hug-
prúðu og staðföstu drengja, sem
enn voru á lífi, og sem mundu
halda áfram að berjast þangað
til þær hugsjónir, er félagar
þeirra höfðu látið lífið fyrir,
voru að eilífu markaðar í sið-
menningu framtíðarinnar.
CNO^OO
Arabiskt ævintýri.
Þrír fátækir og tötralega klæddir Arabar sátu upp við vegg.
Þeir höfðu ekkert borðað í þrjá daga, nema nokkrar brauð-
skorpur.
Einn þeirra stundi og sagði: „Setjum nú svo, að það kæmi
hingað dis og spurði okkur, hvað okkur langaði mest í og lofaði
því að uppfylla óskir okkar. Eg mundi biðja um að fá lamba-
steik á hverjum degi."
Annar sagði: „Ég mundi vilja fá fullan poka af gulli, svo
þungan, að ég gæti varla borið hann — og rúm eins og kalifi
til þess að sofa í.“
Sá þriðji sagði: „Eg mundi vilja vera konungur — konungur
í fallegu, stóru ög auðugu landi. Og í höfuðborg landsins mundi
ég vilja eiga stóra höll, þakta gulli. Þar mundi ég sitja í gullnu
hásæti og í kringum mig mundu vera fallegustu konur í heimi,
klæddar i silki ög skreyttar gimsteinum. Svo mundi óvinurinn
koma og sigra landið, brenna borgir og þorp, koma til hallar-
innar og nema brott allar konurnar og brenna allt. Og ég mundi
sleppa á skyrtunni einni.“
Hinir störðu á hann: „Skelfingar asni ertu — hvað mundir
þú græða á þessarri ósk?“
„Skyrtu,“ svaraði Arabinn dreymandi.
1 IiVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gisli Ölafsson, afgreiðsla Kirkjustræti 4, Pósthólf 365. —
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru beðnir að snúa sér til afgreiðsl-
unnar. Ætlast er til að hvert hefti verði greitt við móttöku. Á hinn
bóginn fylgja áskriftinni engar skuldbindingar um að kaupa tímaritið
fyrir fram ákveðinn tima, en með því að gerast áskrifandi tryggið þér
yður að fá tímaritið sent til yðar undir eins og það kemur út. Upplagið
verður takmarkað og aðeins lítið sent til bóksala. Öruggasta leiðin
til að tryggja sér URVAL er því að gerast áskrifandi.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.