Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 16
14
TlRVAL
þið viljið ekki gera eins og ég
segi og sameina krafta ykkar,
þá heiti ég á ykkur að setjast
niður og reikna. Við skulum
sleppa öllu hjali um skyldur og
heiður — og í mælskulistinni
stend ég ykkur alls ekki á sporði
—. Því að hér er aðeins um
einfalda samlagningu að ræða
— að vinna allt eða tapa öllu.
Þið talið um skyldur ykkar
við Indland. Hafið þið engar
skyldur við her ykkar og mál-
stað?
Ég er, herra minn,
yðar auðmjúkur þjónn,
N. Bonaparte.
= ♦ =
Doktararnir — og iótleggur jómfrúarinnar.
Fyrst eftir að ég hafði tekið doktorspróf í heimspeki, var ég
mjög hreykinn af því og skrifaði mig „Dr. Leacock" i tíma og
ótíma. Eitt sinn, er ég var á ferð til Austurlanda, skrifaði ég
þannig' nafnið mitt á farþegalistann. Ég var varla búinn að koma
dótinu mínu fyrir í klefanum, þegar þjónn barði að dyrum og
spurði: „Eruð þér doktor Leacock?“
„Já,“ svaraði ég.
„Ég átti að skila kveðju til yðar frá skipstjóranum og spyrja,
hvort þér vilduð gera svo vel að líta á fótlegg einnar jómfrú-
arinnar?"
Ég þaut af stað i flýti, eins og skyldurækinn læknir. En
heppnin var ekki með mér. Það var annar kominn á undan mér.
Hann var líka doktor — í guðfræði.
Stephen Leacock.
Bæn negradrengsins.
Lítill negradrengur tók þátt í kapphlaupi. Hann drógst aftur
úr og litlar líkur virtust benda til þess, að hann stæði sig vel.
Allt í einu tóku varir hans að bærast mjög reglulega, hann herti
á sér og vann hlaupið. Er hann var síðar spurður að því, hvað
hann hefði verið að tauta við sjálfan sig, sagðist hann hafa verið
að tala við guð og sagt upp aftur og aftur: „Guð, þú lyftir þeim
upp, ég skal setja þær niður. Þú lyftir þeim upp, ég skal setja
þær niður.“