Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 109
ÉG HRAPA . . .
107
tók þeim opnum örmum. Þeir
voru þreyttir — en þolinmóðir.
Þetta hafði varað svo lengi.
Hverju máli skiptu nokkrar
klukkustundir í viðbót ? Við tók-
um að okkur tvo franska her-
menn og einn belgískan sendi-
boða og buðum þeim inn á veit-
ingahús. Þegar við komum inn,
var allt fullt af hermönnum og
við vorum brátt komnir í ákafar
umræður um þátttöku flughers-
ins í orustunni um Dunkirk.
Mörg þung orð féllu í garð flug-
hersins, svo að við, sem vorum
kunnugri öllum málavöxtum og
þekktum nokkra flugmenn, sem
fallið höfðu, áttum erfitt með
að stilla okkur.
Frönsku hermennirnir voru
ekki eins gramir. Þeir höfðu þó
öðru hvoru séð brezka flugvél,
en aldrei franska. Og belgíski
sendiboðinn studdi okkur í einu
og öllu.
„Hvernig gátum við búizt við
að sjá margar brezkar flugvél-
ar?“ spurði hann. „Það lá þoka
yfir allri ströndinni, og þær voru
fyrir ofan hana.“
Eina loftorustu hafði hann þó
séð — eina Spitfireflugvél á
móti fjórum Junkersflugvélum.
Úrslitin voru í augum hans
táknrænn fyrirboði. Ef Spitfire-
flugvélin bæri sigur úr býtum,
mundi þeim verða bjargað.
Hann bað, heitt og innilega —
og hlaut bænheyrzlu. Spitfire-
flugvélin skaut niður tvær
þeirra, laskaði þá þriðju, og sú
fjórða lagði á flótta.
Við röbbuðum saman og
drukkum fram á nótt. Her-
mennirnir voru þreyttir, en
ánægðir yfir því að erfiðleikar
þeirra voru um garð gengnir í
bili. Við vorum ákafir og eftir-
væntingarfullir. Þetta voru
fyrstu raunverulegu kynni okk-
ar af stríðinu. Við vorum all-
mikið við skál, þegar við loks
skildum við hermennina, og ók-
um af stað til Old Sarum. Við
vorum seinir fyrir og ókum
hratt. Ekkert tunglsljós var, og
þegar við komum á krappa
beygju á veginum, skrikaði bíll-
inn til, rann andartak á tveim
hjólum, valt á hliðina, tók eina
og síðan aðra veltu. Við skrið-
um út úr bílnum og uppgötvuð-
um að enginn okkar hafði hlot-
ið hina minnstu skrámu. „Það
lítur út fyrir, að forsjónin ætli
okkur einhvern annan dauð-
daga,“ varð einum okkar að
orði.
Fáum vikum seinna voru öll