Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 89
ANDSTÆÐUR I ÞÝZKRI HERSTJÓRN
8T
neytti aðstöðu sinnar innan lög-
reglunnar til að grafa undan
borgaravaídinu og halda hlífi-
skildi yfir hávaðaseggjum naz-
ista. Brátt var honum vísað á
burt úr lögregluliðinu, og gerð-
ist hann þá einn af skipulags-
byggjendum SS-manna og lifði
á fé úr ýmsum flokkssjóðum.
Þannig varð hann ein undirald-
an í byltingasjó nazista, sem tók
að ýfast eftir 1920.
Hitler var það snemma Ijóst,
að Rommel byggi yfir miklum
hæfileikum og gerði hann að
óaðskiljanlegum félaga sínum.
Rommel fékk sæti í lífverði
Hitlers. Um nokkurt skeið naut
hann þess heiðurs, ásamt Wil-
helm Briickner, að sofa í hengi-
rúmi, sem strengt var yfir inn-
ganginn að svefnstofu Hitlers.
Um þessar mundir var hann
einnig meðlimur í Gestapo.
Þegar innritun í herinn hófst
að nýju og landvarnarliðið náði
aftur sínu fyrra veldi, hvarf
Rommel á burt úr SS-liðinu og
gekk í herinn, en var eftir sem
áður persónulegur herráðunaut-
ur Hitlers. Hann var áfram í
nazistaflokknum, í blóra við
ströng fyrirmæli þýzka hersins,
og nú ber hann einkennisnælu
flokksins á hershöfðingjabún-
ingi sínum. Rommel var, engu
síður en Hitler, ákafur fylgis-
maður vélahernaðar og trúði
því statt og stöðugt, að skrið-
drekarnir mundu ráða úrslitum
þeirrar styrjaldar, sem var f
aðsigi.
Hinn sólbjarta september-
morgunn, þegar Þjóðverjar réð-
ust til innrásar í Pólland, klifr-
aði Rommel upp í brynvarinn
skriðdreka og stjórnaði sjálfur
framsókn þýzku vélahersveit-
anna allt til þess dags, er Pól-
verjar voru yfirbugaðir. For-
usta hans í þessari fyrstu her-
för var svo framúrskarandi, að
Hitler veitti honum riddaraorðu
járnkrossins að launum. I her-
leiðangrinum gegn Frakklandi
tókst honum, með skriðdreka-
sveit sinni, að brjótast í gegn-
um Maginot-línuna hjá Maube-
uge og þannig ryðja þýzka
hernum braut til vesturstrand-
arinnar. Fyrir vikið bætti Hitler
laufi við járnkross-orðu hans„.
og er það æðsta heiðursmerki,
sem hægt er að öðlast innan
þýzka hersins.
Enda þótt Rommel hefði ein-
ungis til að tjalda bóklegri þekk-
ingu á Afríku og eyðimerkur-
hernaði, var næsta viðfangsefni
hans að skipuleggja og útbúa.