Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
slíku frá sér samstundis, en ef
þær elska í raun og sannleika,
ætti þeim að takast það á
skömmum tíma.
Brúðguminn er sennilega jafn
taugaóstyrkur og brúður hans
fyrstu nóttina, og sé hún ekki
viðmótsþýð, getur óstyrkur
hans leitt til þess fums og flýtis
í samförunum, að þessi nýja
reynsla, sem átti að verða un-
aðsleg, verði báðum leið og
beiskjublandin. Jafnvel við
beztu skilyrði næst sjaldan
sjálfa brúðkaupsnóttina full-
komin kynferðisleg eining.
I fróðlegri bók, „Nútíma
hjónabönd“, kemst dr. Popenoe
svo að orði: „Kynferðislífið er
fullkomnara aðra vikuna en þá
fyrstu, fullkomnara annað árið
en hið fyrsta, og þannig tekur
það framförum."
Þessar framfarir verða eigi,
nema hjónin í daglegri um-
gengni jafnt og í holdlegum
samförum reyni að vaxa að ást
og einlægni. Án gagnkvæms
skilnings og samúðar er hætt
við kynferðislegu skipbroti, eins
og fór fyrir einum af sjúkling-
um dr. Stekels. Hann elskaði
mjög konu sína, sem var hon-
um fremri að ættgöfgi og
menntun og var sí og æ að siða
hann og leiðrétta. Þetta vakti
hjá honum vanmáttarkennd
gagnvart konunni, en honum
var ekki Ijóst, að sú kennd stæði
í nokkru sambandi við þá stað-
reynd, að hann var orðinn getu-
laus til samfara. Dr. Stekel út-
skýrði þetta svo, að getuleysi
hans væri afleiðing niðurbældr-
ar gremju. Eiginkonan var síð-
an fengin til að hætta að „siða“
manninn, og eftir það öðlaðist
hann aftur kynferðislega getu
sína.
En þótt karlmaður hafi sterk-
ar hvatir, getur hann verið ófull-
nægjandi maki, ef hann ekki
vitandi vits r e y n i r að veita
konu sinni fullkomna úrlausn.
Fáir menn ganga í hjónabandið
fullkomnir í þeirri list. Þetta er í
sjálfu sér gott, ef konurnar hafa
minnstu þolinmæði til að bera,
enda hefir hjónabandsstofnun
sú, sem nefnd var hér að fram-
an, reiknað það út, að hlutfalls-
lega flest hamingjusöm hjóna-
bönd eru meðal þeirra hjóna,
sem bæði gengu ósnortin í hjú-
skapinn. Þetta gæti bent til
þess, að sú reynsla, sem fæst
í lausum ástum, væri betur
ófengin.
Karlmaðurinn hefir varla tök
á að þóknast konu sinni, nema