Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 43
ÁBYRGÐ KONUNNAR 1 KYNFERÐISMÁLUM
41
komnunar á öllu eðli manns.
Hafi hjón því, að liðnum hæfi-
legum tíma, ekki lært að veita
og þiggja hamingju og full-
nægju í nánustu sambúð sinni,
þá hjálpi guð hjónabandi þeirra.
Að guð láti oft hjá líða að
hjálpa þeim, sem ekki hjálpa
sér sjálfir, sannast á því, að í
þessu landi* er einn hjónaskiln-
aður á móti hverjum fimm eða
sex hjónavígslum. Dr. Paul Po-
penoe, sem er kunnur sérfræð-
ingur í hjónabandsmálum og
forstjóri stofnunarinnar „Ame-
rican Institute of Pamily Rela-
tions“ í Los Angeles, hefir
kynnt sér málavöxtu í um 20.000
hjónaböndum. Hann kemst svo
að orði um skilin hjón :
„Tíu ára athugun við stofn-
unina hefir leitt í ljós, að sam-
hliða ósamlyndi hjónanna voru
1 flestum tilfellum mistök frá
upphafi hjúskaparins á að lifa
samræmdu kynferðislífi, full-
nægjandi báðum aðilum. Þessi
mistök reyndust aftur all-oftast
grundvallast á þeirri yfirsjón
b e g g j a, að hafa ekki þegar
fyrir brúðkaupið búið sig skyn-
samlega undir þá ábyrgð, sem
* Þ. e. í Bandarikjum Norður-
Ameríku.
þau voru að takast á hendur.“
Hvert er svarið við vandamál-
inu: Hvernig getur siðsöm kona
lært að fullkomna hinn kyn-
ferðislega þátt hjónabandsins ?
Gamla svarið við þeirri spurn-
ingu var það, að góð stúlka læri
allt um feimnismálin hjá móður
sinni og síðar hjá eiginmannin-
urn. Þetta væri ágætt, ef báðir
þessir aðilar afdráttarlaust
segðu það, sem þeir vita, og ef
þeir í raun og veru vita, hvað
þeir tala um. Flestar okkar áttu
mæður, sem fræddu okkur alls
ekkert um kynferðismál eða óðu
elginn um kynæxlun fagurra
blómjurta og blessaðra fugl-
anna og ætluðust svo til, að
unglingurinn út frá þessum mál-
um náttúrufræðinnar réði í
ástalíf karls og konu. Varla
nokkrir foreldrar gefa börnum
sínum svo mikið sem nasasjón
af þeim reginmun, sem er á
milli einfaldrar, eðlisbundinnar
kynhvatar dýranna og persónu-
litaðra ástríðna hinna skynsemi
og tilfinninga gæddu mannvera.
En þau okkar, sem hlotið hafa
ófullkomna uppfræðslu um kyn-
ferðismál eða alls enga, eru þó
betur sett en það aumingja fólk,
sem aðeins fékk spillandi skrök-
sögur í fræðslu stað. Öllum mál-
G