Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 108
'106
ÚRVAL
Þegar námstíma mínum var
lokið þama, var ég sendur til
frekara náms í Old Sarum, þar
sem við áttum að læra að fljúga
Lysandersflugvélum, sem nem-
endanna á milli gengu undir
nafninu „fljúgandi líkkistur“.
Old Sarum var skammt frá
Salisbury, og dómkirkjuturninn
þar var ágætur leiðarvísir fyrir
okkur. Fárra mínútna flug til
suðurs var sjórinn og handan
við hann lá strönd Frakklands,
friðsæl í kvöldkyrrðinni. Innan
fárra vikna biðu brezka hersins
þau örlög að hröklast vopnlítill
og vanmáttugur yfir þetta mjóa
sund. Og Frakklands — þess
Frakklands, sem við þekktum
— að hverfa.
Fréttirnar af stríðinu fóru
um þessar mundir dagversn-
andi. Á hverju kvöldi hópuðust
foringjar úr brezka flughernum
um útvarpið í matskálanum.
Þeir sátu þar þögulir og án
svipbrigða og hlustuðu á frétt-
irnar um eyðingu franska hers-
ins og hið örvæntingarfulla und-
anhald brezka hersins.
Hjá kunningjum okkar í flug-
hernum fréttum við, að Lysand-
erflugvélar væru mikið notaðar
til að fara með vistir yfir Erm-
arsund og fleygja þeim niður
til setuliðsins í Calais, stundum
varðar aðeins einni Hector-
orustuflugvél. Þar sem ekki var
venjulegt, að Lysanderflugvélar
væru sendar í leiðangra nema
þær væru varðar ótal orustu-
flugvélum, gátum við gert okk-
ur í hugarlund, hve alvarlegt
ástandið var.
DUNKIRK.
SVO hófst undanhaldið frá
Dunkirk: Látlaus straumur
úttaugaðra, vopnlausra her-
manna yfir sundið, á alls konar
fleytum. Þeir voru fátalaðir en
beizkir í lund. Dögum saman
höfðu þeir beðið á ströndinni
ofurseldir loftárásum, án þess
að sjá nokkra brezka flugvél.
Þeir vissu ekki, að ef brezki
flugherinn hefði ekki haft yfir-
höndina yfir Flanders, mundu
þeir aldrei hafa komizt lifandi
frá Dunkirk.
Fyrir okkur var þetta allt að-
eins dagblaðafréttir, þangað til
þrír okkar fóru einn frídaginn
til Brighton, og sáum það með
eigin augum. Á ströndinni, göt-
unum og veitingahúsunum úði og
grúði af brezkum, frönskum og
belgískum hermönnum. Þeir
höfðu enga peninga, en fólkið