Úrval - 01.12.1942, Side 108

Úrval - 01.12.1942, Side 108
'106 ÚRVAL Þegar námstíma mínum var lokið þama, var ég sendur til frekara náms í Old Sarum, þar sem við áttum að læra að fljúga Lysandersflugvélum, sem nem- endanna á milli gengu undir nafninu „fljúgandi líkkistur“. Old Sarum var skammt frá Salisbury, og dómkirkjuturninn þar var ágætur leiðarvísir fyrir okkur. Fárra mínútna flug til suðurs var sjórinn og handan við hann lá strönd Frakklands, friðsæl í kvöldkyrrðinni. Innan fárra vikna biðu brezka hersins þau örlög að hröklast vopnlítill og vanmáttugur yfir þetta mjóa sund. Og Frakklands — þess Frakklands, sem við þekktum — að hverfa. Fréttirnar af stríðinu fóru um þessar mundir dagversn- andi. Á hverju kvöldi hópuðust foringjar úr brezka flughernum um útvarpið í matskálanum. Þeir sátu þar þögulir og án svipbrigða og hlustuðu á frétt- irnar um eyðingu franska hers- ins og hið örvæntingarfulla und- anhald brezka hersins. Hjá kunningjum okkar í flug- hernum fréttum við, að Lysand- erflugvélar væru mikið notaðar til að fara með vistir yfir Erm- arsund og fleygja þeim niður til setuliðsins í Calais, stundum varðar aðeins einni Hector- orustuflugvél. Þar sem ekki var venjulegt, að Lysanderflugvélar væru sendar í leiðangra nema þær væru varðar ótal orustu- flugvélum, gátum við gert okk- ur í hugarlund, hve alvarlegt ástandið var. DUNKIRK. SVO hófst undanhaldið frá Dunkirk: Látlaus straumur úttaugaðra, vopnlausra her- manna yfir sundið, á alls konar fleytum. Þeir voru fátalaðir en beizkir í lund. Dögum saman höfðu þeir beðið á ströndinni ofurseldir loftárásum, án þess að sjá nokkra brezka flugvél. Þeir vissu ekki, að ef brezki flugherinn hefði ekki haft yfir- höndina yfir Flanders, mundu þeir aldrei hafa komizt lifandi frá Dunkirk. Fyrir okkur var þetta allt að- eins dagblaðafréttir, þangað til þrír okkar fóru einn frídaginn til Brighton, og sáum það með eigin augum. Á ströndinni, göt- unum og veitingahúsunum úði og grúði af brezkum, frönskum og belgískum hermönnum. Þeir höfðu enga peninga, en fólkið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.