Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 14
12
URVAL
getað komið í veg fyrir það.
Verja Indland? Þið getið ein-
ungis varið það á Nílarbökkum.
Ég tala sem hermaður og segi
ykkur að Indland er ykkur
einskis virði. Það er aðeins
fallegur ávöxtur handa þeim,
sem ber sigur úr býtum í þessu
stríði ykkar. Ég efast um,
að þið munduð geta varið
Indland fyrir Japönum einum,
vegna þess hvað ykkur hættir
við að dreifa kröftum ykkar. Ég
efast stórlega um, að þið getið
haldið því gegn Japönum og
Indverjum. Þið þurfið ekki að
tapa því að eilífu nema þið tap-
ið stríðinu. Þið getið tapað stríð-
inu með því að reyna að halda
því einu misseri of lengi. Og þið
þurfið alls ekki að tapa því, ef
þið hafið á valdi ykkar brúna
til Austurlanda.
Þér segið, að almenningur
muni ekki geta sætt sig við slíka
ákvörðun. Hann hefir nú í þrjú
ár orðið að sætta sig við hinar
ógurlegu afleiðingar þess, að þið
hafið jafnan neitað að taka
ákvarðanir. Hann mun ekki
kvarta, þótt sonum hans sé
fórnað, ef sú fórn er aðeins ekki
unnin fyrir gýg. Segið þjóð ykk-
ar, að það sé ekki gert á einum
mánuði, að leggja undir sig land
með 300.000.000 íbúum. Ykkur
mun gefast tími til að sigra
Þjóðverja og snúa aftur, áður
en Japanir verða búnir að leggja
Indland undir sig, jafnvel þótt
þeim verði engin mótspyrna
veitt, það er að segja, ef þeir
þora að láta til skarar skríða,
þegar þeir geta átt á hættu að
Bandaríkjamenn og Ástralíu-
menn ráðist á þá frá hlið. Þeir
eiga góða hermenn í Bandaríkj-
unum og mundi þeim ekki vera
skemmt, að sjá Japani brjótast
um í Indlandi eins og hrútur,
sem hefir fest hornin í kjarri?
Þegar Japanir koma til Quetta,
mun þeim berast þangað fregn-
in um fall Tokyo. Ég held, að
þeir láti ekki til skarar skríða.
Þeir hafa hug á að ná sér nokk-
urum flugstöðvum og flotabæki-
stöðvum — það er það eina, sem
þeir þarfnast til að fara vestur
á bóginn. Þeir vita líka, hvar sá
staður er, sem mest veltur á,
og hann er ekki Delhi. Það væri
viturlegt að verða á undan þeim
þangað, einkum af því að þið
munuð ekki geta varnað þeim
að komast þangað með því að
vera um kyrrt þar sem þið eruð.
En með því, segið þér, erum
við að yfirgefa Indverja, svíkja
köllun okkar sem heimsveldis,