Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 54
52
ttRVAL
um tvítugt varð á, af því að
hann var orðinn of seinn til
fundar við vinstúlku sína. Fet
fyrir fet hafa þau hrakið dauð-
ann til baka — á meðan ég hefi
beðið þess heitt, að hann bæri
sigur úr býtum. Læknarnir
bjuggust ekki við, að drengur-
inn minn lifði af fyrstu nótt-
ina. Næstu daga hristu þeir höf-
uðið efablandnir, því næst fóru
þeir að tala um veika von. f
dag sögðu þeir: ,,Hann er úr
allri hættu!“
Þessi orð hafa hljómað hér
innan veggja í allan dag. í kvöld
dynja þau í eyrum mér eins og
trumbusláttur: ,,Hann er úr
allri hættu — hættu — hættu!“
Enginn, sem ekki hefir ein-
hvern tíma beðið þess heitt, að
einhver ástvinur hans fengi að
deyja, getur skilið þetta. Ég
finn hjólin, sem limlestu dreng-
inn minn, kremja mig í sundur.
I fáar stundir á hverri nóttu
hafa svefnlyfin veitt huga mín-
um fróun algleymisins. Ég hefi
lagzt til svefns og beðið: „Góð-
ur guð, lofaðu drengnum mín-
um að deyja í nótt. Nú verð ég
að horfast í augu við lífið; ég
verð að horfast í augu við þá
ægilegu byrði, sem bíður okkar
þriggja.
Enginn má vita, að við hjónin
séum ekki glöð yfir því, að
barnið okkar skyldi fá að lifa.
Allt okkar líf verðum við að láta
sem við lofum guð fyrir að fá
að halda þessum litla, bæklaða
líkama, svo að hann megi þjást.
Skyldum við hafa hugrekki
og þrek til að bera þau enda-
lausu ár, sem bíða okkar ?
Fyrstu árin verður drengurinn
okkar að lifa lífi sínu á legu-
bekk á hjólum — svo mikið
vita læknarnir. Seinna ef til vill
í hjólastól.
Á sólbjörtum vetrardögum
munum við þrjú horfa út um
gluggann á aðra drengi hlaupa
fram hjá með skíði á öxlunum
eða skautana í hendinni á leið
til tjarnarinnar. Á sumrin horf-
um við á þá að leikjum á slétt-
unni hinum megin götunnar.
Getum við nokkurntíma bætt
honum missi alls þessa ?
En fyrir eitt get ég verið inni-
lega þakklát: Drengurinn minn
getur aldrei ekið bíl á 80 km.
hraða fyrir götuhorn með þeim
afleiðingum að enn ein manns-
sál verði hneppt ævilangt í
fjötra hjálparvana líkama.
Við þekkjum tvo drengi, sem
lifað hafa alla sína æsku í hjóla-
stólum. Vanmáttarkenndin hefir