Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 6
4
tJrval
aftur til þess, sem þegar er
skapað og fullprófað.
Hvernig vinnur Shostako-
vitch ? Hann þarfnast engra sér-
stakra vinnuskilyrða. Hann sezt
bara niður við skrifborð sitt og
skrifar morgun, kvölds og miðj-
an dag. Enginn hávaði truflar
hann nema söngur og köll.
Dyrnar á vinnuherbergi hans
eru venjulega opnar, og oft eru
börn hans að trítla í kringum
hann. Á meðan Shostakovitch
var að ljúka við sjöundu hljóm-
drápuna, komu nokkrir vinir
hans í heimsókn og létu fljúga
gamanyrði í sama herbergi og
hann vann í.
Shostakovitch hefir margvís-
leg áhugamál og fylgist vel með
tímanum. Hann er glöggur list-
þekkjandi og hefir víðfeðman
sjónhring fyrir menningarmál
og stjórnmál. Oft hlýðir hann á
fyrirlestra um utanríkismál og
hernaðarfræði. Daginn eftir að
Þýzkaland gjörði innrás sína í
Rússland, lét hann skrá sig í
herinn, sem sjálfboðaliða. Hon-
um var vísað á bug, ekki vegna
þess, hve slæma sjón hann hefir,
heldur vegna þess, að það er
enginn staður fyrir gáfað tón-
skáld á vígvellinum.
Þegar umsáturshættan í Len-
ingrad óx, gerðist Shostako-
vitch sjálfboðaliði í slökkvi-
sveitum borgarinnar og hafði
fast aðsetur í hljómlistarskól-
anum í Leningrad. Við harð-
rétti, skort og ógnir fékk Sho-
stakovitch hugmynd sína um
sjöunda hljómdrápuna. Hann
lét svo um mælt, að hann ætl-
aði að svara leifturstríði með
leifturhljómdrápu.
Tímum saman sat Shostako-
vitch við vinnu sína, kappsam-
ur og fljótvirkur. Hann hugðist
skapa ,,sögu vorra tíma, lífs
vors, þjóðar vorrar, sem geng-
ur á braut hetjuskapar og sig-
ursældar og berst fyrir málstað
sigursins gegn óvinunum. Þegar
ég skrifaði hljómdrápuna, var
ég að hugsa um mikilleik þjóð-
ar vorrar og hetjudáð hennar,
um háleitustu hugsjónir mann-
kynsins, um góða eiginleika
mannsins, um land vort svo
fagurt, um mannúð og fegurð.“
Tónskáldið hvarf ekki frá
píanói sínu og skrifborði meðan
á loftárásum stóð. Ef útlitið
versnaði, lauk hann í mestu
makindum við taktinn, sem
hann var að skrifa, beið eftir
að blaðsíðan þornaði, bjó vand-
lega um það, sem hann hafði
skrifað, og tók það með sér nið-