Úrval - 01.12.1942, Side 6

Úrval - 01.12.1942, Side 6
4 tJrval aftur til þess, sem þegar er skapað og fullprófað. Hvernig vinnur Shostako- vitch ? Hann þarfnast engra sér- stakra vinnuskilyrða. Hann sezt bara niður við skrifborð sitt og skrifar morgun, kvölds og miðj- an dag. Enginn hávaði truflar hann nema söngur og köll. Dyrnar á vinnuherbergi hans eru venjulega opnar, og oft eru börn hans að trítla í kringum hann. Á meðan Shostakovitch var að ljúka við sjöundu hljóm- drápuna, komu nokkrir vinir hans í heimsókn og létu fljúga gamanyrði í sama herbergi og hann vann í. Shostakovitch hefir margvís- leg áhugamál og fylgist vel með tímanum. Hann er glöggur list- þekkjandi og hefir víðfeðman sjónhring fyrir menningarmál og stjórnmál. Oft hlýðir hann á fyrirlestra um utanríkismál og hernaðarfræði. Daginn eftir að Þýzkaland gjörði innrás sína í Rússland, lét hann skrá sig í herinn, sem sjálfboðaliða. Hon- um var vísað á bug, ekki vegna þess, hve slæma sjón hann hefir, heldur vegna þess, að það er enginn staður fyrir gáfað tón- skáld á vígvellinum. Þegar umsáturshættan í Len- ingrad óx, gerðist Shostako- vitch sjálfboðaliði í slökkvi- sveitum borgarinnar og hafði fast aðsetur í hljómlistarskól- anum í Leningrad. Við harð- rétti, skort og ógnir fékk Sho- stakovitch hugmynd sína um sjöunda hljómdrápuna. Hann lét svo um mælt, að hann ætl- aði að svara leifturstríði með leifturhljómdrápu. Tímum saman sat Shostako- vitch við vinnu sína, kappsam- ur og fljótvirkur. Hann hugðist skapa ,,sögu vorra tíma, lífs vors, þjóðar vorrar, sem geng- ur á braut hetjuskapar og sig- ursældar og berst fyrir málstað sigursins gegn óvinunum. Þegar ég skrifaði hljómdrápuna, var ég að hugsa um mikilleik þjóð- ar vorrar og hetjudáð hennar, um háleitustu hugsjónir mann- kynsins, um góða eiginleika mannsins, um land vort svo fagurt, um mannúð og fegurð.“ Tónskáldið hvarf ekki frá píanói sínu og skrifborði meðan á loftárásum stóð. Ef útlitið versnaði, lauk hann í mestu makindum við taktinn, sem hann var að skrifa, beið eftir að blaðsíðan þornaði, bjó vand- lega um það, sem hann hafði skrifað, og tók það með sér nið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.