Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 39
ERU LÖNDIN ENN A HREYFINGU?
37
hröngl, hrúgast enginn ís upp
í kjölfar þess.
Loks má geta þess til gam-
ans, að jarðfræðingar í Evrópu
hafa lengi verið að leita að ein-
hverju landi, sem þeir halda að
hafi sokkið í Atlantshafið, al-
veg eins og jarðfræðingar í
Norður-Ameríku hafa lengi ver-
ið á hnotskóg eftir landssvæði,
sem á að hafa hlotið sömu ör-
lög fyrir austan meginland
Norður-Ameríku.
Wegeners-ken n i ngin gekk milli
bols og höfuðs á báðum þessum
kenningum, svo að ekki var um
neitt að villast. Þessi horfnu
lönd, sem jarðfræðingarnir voru
að leita að, voru ekkert annað
en hin horfna strönd landanna,
sem tóku sig upp og fóru í
ferðalag.
Þeir jarðfræðingar, sem hafa
fallizt á kenningu Wegeners,
hafa nóg að gera við tímann til
að reyna að uppgötva, hvað það
var, sem orsakaði það, að Iönd-
in skiptust og „fóru á flakk“.
Ein kenningin er á þá leið, að
jörðin hafi verið í slæmu jafn-
vægi, af því að hið léttara gran-
ít var allt á einum stað, en
basaltið, sem er þyngra, mynd-
aði botninn á Kyrrahafinu, sem
þá var miklu stærra en nú.
Til þess að koma jafnvægi á
þetta, tóku hin léttu landssvæði
að skipa sér jafnar um jarð-
skorpuna.
Menn deila enn þá um kenn-
ingu Wegeners, en það getur
ekki liðið ýkjalangur tími, þang-
að til við fáum sannanir um það,
hvort hún er rétt eða röng. Jarð-
skjálftarnir, eldgosin o. s. frv.,
sem eiga sér stað í fjallahéruð-
um umhverfis Kyrrahafið, sýna,
að þau öfl, sem orsökuðu há-
lendið þar, eru enn að verki. Ef
fjallgarðarnir mynduðust við
„rek“ landanna, þá hljóta þau
að vera enn á reki.
Þetta er hægt að mæla.
Hreyfingin er auðvitað afar
hæg, en á tiltölulega fáum ár-
um, mun hún þó verða nógu
mikil til þess að hægt sé að mæla
hana með nýtízku aðferðum og
tækjum. Þá vitum við, hvort
Ameríka er enn á siglingu frá
Evrópu og í áttina til Japans.
Kenningin um hreyfingu land-
anna er mikilfengleg og víðtæk,
en jarðfræðingar telja, að næg-
ar sannanir sé ekki fyrir hendi
um hana. Hvers vegna, spyrja
þeir, voru öll lönd sameinuð?
Hin unga jörð var að áliti manna
fljótandi, eða að minnsta kosti
ekki eins föst og hún er nú í