Úrval - 01.12.1942, Side 39

Úrval - 01.12.1942, Side 39
ERU LÖNDIN ENN A HREYFINGU? 37 hröngl, hrúgast enginn ís upp í kjölfar þess. Loks má geta þess til gam- ans, að jarðfræðingar í Evrópu hafa lengi verið að leita að ein- hverju landi, sem þeir halda að hafi sokkið í Atlantshafið, al- veg eins og jarðfræðingar í Norður-Ameríku hafa lengi ver- ið á hnotskóg eftir landssvæði, sem á að hafa hlotið sömu ör- lög fyrir austan meginland Norður-Ameríku. Wegeners-ken n i ngin gekk milli bols og höfuðs á báðum þessum kenningum, svo að ekki var um neitt að villast. Þessi horfnu lönd, sem jarðfræðingarnir voru að leita að, voru ekkert annað en hin horfna strönd landanna, sem tóku sig upp og fóru í ferðalag. Þeir jarðfræðingar, sem hafa fallizt á kenningu Wegeners, hafa nóg að gera við tímann til að reyna að uppgötva, hvað það var, sem orsakaði það, að Iönd- in skiptust og „fóru á flakk“. Ein kenningin er á þá leið, að jörðin hafi verið í slæmu jafn- vægi, af því að hið léttara gran- ít var allt á einum stað, en basaltið, sem er þyngra, mynd- aði botninn á Kyrrahafinu, sem þá var miklu stærra en nú. Til þess að koma jafnvægi á þetta, tóku hin léttu landssvæði að skipa sér jafnar um jarð- skorpuna. Menn deila enn þá um kenn- ingu Wegeners, en það getur ekki liðið ýkjalangur tími, þang- að til við fáum sannanir um það, hvort hún er rétt eða röng. Jarð- skjálftarnir, eldgosin o. s. frv., sem eiga sér stað í fjallahéruð- um umhverfis Kyrrahafið, sýna, að þau öfl, sem orsökuðu há- lendið þar, eru enn að verki. Ef fjallgarðarnir mynduðust við „rek“ landanna, þá hljóta þau að vera enn á reki. Þetta er hægt að mæla. Hreyfingin er auðvitað afar hæg, en á tiltölulega fáum ár- um, mun hún þó verða nógu mikil til þess að hægt sé að mæla hana með nýtízku aðferðum og tækjum. Þá vitum við, hvort Ameríka er enn á siglingu frá Evrópu og í áttina til Japans. Kenningin um hreyfingu land- anna er mikilfengleg og víðtæk, en jarðfræðingar telja, að næg- ar sannanir sé ekki fyrir hendi um hana. Hvers vegna, spyrja þeir, voru öll lönd sameinuð? Hin unga jörð var að áliti manna fljótandi, eða að minnsta kosti ekki eins föst og hún er nú í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.