Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 101
MIKHAILOVITCH SERBAKAPPI
99
að loka augunum fyrir hinni
stórkostlegu hættu, sem ég
bendi yður á! Ef ég hefi á
röngu að standa, þá er yður
í sjálfsvald sett að hneppa mig
í varðhald. Hafi ég á réttu að
standa, þá er Iand okkar í mik-
illi hættu.“
Þegar Mikhailovitch var bú-
inn að sitja tuttugu daga í
fangelsi, björguðu vinir hans
honum. Quishngurinn Neditch
launaði þá föðurlandsvininum
með því að lækka hann í tign,
og hélt með því, að hann mundi
ekki láta meira til sín heyra
eftir það.
Þegar innrás Þjóðverja hófst,
tókst herdeild Mikhailovitch að
komast undan upp í skógivaxin
f jöllin. Þúsundir hermanna, sem
höfðu ekki enn verið kallaðir í
herinn, en voru samt tilbúnir
til bardaga, þustu til herbúða
hans — Serbar, Chetnikar, Kró-
atar, Slovenar, Gyðingar, Búlg-
arar og Austurríkismenn hlup-
ust undan merkjum, til að
ganga í lið með honum og áður
en varði hafði hann yfir 150.000
manna „frelsisher" að ráða.
Herinn varð bráðlega skipu-
legri og jafnframt fór hann að
verða hersveitum ftala og Þjóð-
verja hættulegri. Hann var
skjótur á sér og snar í snúning-
um, og áður en varði var hann
farinn að verða nazistum svo
óþarfur, að þeir voru neyddir
til að segja Júgóslavíu stríð á
hendur, og í október fóru þeir
að leita fyrir sér um frið.
Leppurinn Neditch og nokkr-
ir liðsforingjar með honum voru
sendir til herbúða Mikhailo-
vitch. Meðan þeir voru fluttir
hina löngu leið yfir fjöllin, var
bundið fyrir augu þeirra. Menn-
irnir tveir, svikarinn og föður-
landsvinurinn, hittust í borginni
Valjevo fyrir suðves'can Bel-
grad. Mikhailovitch setti fram
friðarskilmála sína, er voru á
þá leið, að strax skyldi hætt öll-
um aftökum og allar hersveitir
nazista fluttar á brott úr land-
inu. Þegar þessum skilmálum
var hafnað, hét Mikhailovitch
að berjast „meðan nokkur naz-
isti stæði uppi“.
Hersveitir Serba hófu þá
árásir á setuliðssveitir nazista.
Þeir sprengdu upp járnbrautar-
teina, gerðu ítölsku hersveitun-
um alls konar skráveifur og
brytjuðu niður hersveitir þær,
sem Króatar settu á fót. Þegar
komið var fram í des., höfðu
Þjóðverjar sent 7 herdeildir á
vettvang, en ekkert stoðaði.