Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 90
38
ÚRVAL
þýzkar Afriku-herdeildir eða
,,verrnihúsa-sveitir“, eins og þær
voru uppnefndar. Hann valdi
mennina sjálfur í lið þetta, með
vísindalegri aðstoð Hitabeltis-
rannsóknarstofunnar í Ham-
borg. Hinir væntalegu liðsmenn
voru bólusettir svo ákaft og
heiftarlega gegn ýmsum far-
sóttum, að Þjóðverjar létu orð
falla um, að dauðsföll af völd-
um bólusetningarinnar væru
hlutfallslega fleiri en mannfall-
ið í Póllandi. Þeir, sem lifðu af
allar þessar bólusetningar, voru
síðan þjálfaðir við eftirlíktar
hitabeltisaðstæður, með því að
hafast við í yfirhituðum húsum,
ganga tímunum saman án þess
að neyta vatns og gegna heræf-
ingum í tilbúnum sandbyljum,
sem myndaðir voru, á Eystra-
saltsströndinni, með risavöxn-
um blævængjum. Rommel vann
einnig að bættum vélaútbúnaði
til eyðimerkurhernaðar, svo
sem fljótvirkari endurbirgjun
olíu og vista í skriðdreka og
betri aðstöðu til viðgerða á
þeim, án teljandi tímatafar, og
hvernig bezt mætti takast að
sleppa úr lofti olíu, vistum og
vopnum. Hann gerði, meira að
segja, uppdrátt að sérstakri
gerð stígvéla úr fiskroðum
handa hermönnum sínum, svo
og sólgleraugum og kælitækjum
í skriðdreka, sem annast skyldu
vatnsflutninga.
Þýzkur foringi í Afríku-her-
deildinni hefir dregið þessa
„pennateikningu" af yfirboðara
sínum:
Hann er einkennandi fyrir vél-
sveitarforingja nútímans. Ávallt í
fremstu viglínu með hermönnum sín-
um; skeytir ekkert um sitt eigið ör-
yggi; grípur hver tækifæri til
að ná sér niðri á mótherjunum; tek-
ur öllu með ótrúlegri rósemi, svo að
við dáumst að. Þegar hersveitir hans
sækja fram yfir endalausa eyðimörk-
ina, stjórnar hann sjálfur meginlið-
inu. Auk sveiflandi loftnetsspírunnar
getur ávallt að líta höfuð og herðar
hershöfðingjans upp úr skriðdreka
hans, venjulega hálf-hulinn í sand-
mekkinum. Með einkennilega snögg-
urn handhreyfingum gefur hann liðs-
foringjum sínum fyrirskipanir. ,,Þeg-
ar kveða þarf á um áttir, stendur
enginn hershöfðingjanum á sporði,"
segir ökumaður hans. „Jafnvel í
svartasta sandbyl bregzt honum ekki
að ná ákvörðunarstað sínum.“ Þegar
hvíld verður á framsókninni, safnast
hermennirnir umhverfis hann. Hann
þekkir þá alla með nafni og hefir
kumpánleg orð á takteinum við hvem
þeirra um sig.
Hann spyrst fyrir um aðbúnað her-
manna sinna, — vatnsbirgðir þeirra
og fæðu, póstsendingar og heilsufar.
Hann veit upp á hár, um hvert ein-
asta fallbyssuvirki og vélbyssuhreið-