Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 17
Erfðarannsóknir vísindanna hafa leitt
margt nýtt og- óvænt í ijós.
Fœðast allir menn jafnir?
Grein úr „Common Sense“
eftir Bertram F. Willcox.
DRU TIL meðal manna góð
kyn og slæm? Ganga gáfur
og aðrir eiginleikar í erfðir?
Það er ekki ýkja langt síðan
að getum einum var að þessu
leitt, en á síðari tímum hefir
þekking vor á lðgmálum ætt-
genginnar aukizt til stórra muna
og má það einkum þakka ýmsum
nýjum vísindatækjum, svo sem
rafeindasmásjánni.
Nýr einstaklingur verður til
á þann hátt, að eggfruman, er
naumast verður greind með ber-
um augum, sameinast hinni ör-
smáu sáðfrumu. Æxlunarfrum-
urnar, en svo eru þessar frum-
ur einu nafni nefndar, hafa að
geyma tvær tylftir litninga
(chromosoma) hver, einn af
hverri tegund, en við þá eru all-
ir kostir og gallar mannsins
tengdir. Við samrunann skipa
litningar æxlunarfrumanna sér
saman og hefír því hið frjóvg-
aða egg, sem og líkamsfrumur
aðrar, 48 litninga, 2 hverrar
tegundar. Þegar eggið hefir
frjóvgast, tekur það brátt að
skipta sér. Fyrst skiptist það í
tvær frumur, hvor þeirra í aðr-
ar tvær, og þannig koll af kolli,
unz myndast fullskapaður ein-
staklingur, sem gerður er úr
trilljónum fruma.
Darwin hefði án efa rekið í
rogastanz, ef hann hefði upp-
götvað þau sannindi, að engra
sýnilegra breytinga gætir á
erfðaberunum (gene), eðaeigin-
leikum þeim, sem litningunum
eru samfara, frá einni kynslóð
til annarar. Erfðaberarnir eru
þeir sömu og þeir voru fyrir
mörgum öldum, ef frá eru tald-
ar hinar snöggu breytingar,
sem „mutationir“ eru nefndar,
og virðast koma áf sjálfu sér.
Þessi undraverði óbreytileiki
erfðaberanna gefur til kynna,
að hugmyndir manna um erfðir
séu að verulegu leyti rangar.
Ekkert, sem fyrir kemur í lífi
voru, fær breytt erfðaberum