Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
finna lausnina á því, hvers
vegna hann var svo sigursæll.
Djengis khan var gæddur
þeim hæfileika að geta varpað
fyrir borð öllum fornum venj-
um og snúið sér hiklaust að
málefni eða viðfangsefni á alveg
nýjan hátt. Hann gat tekið all-
ar reglur og venjur, öll vopn og
bardagaaðferðir í þjónustu sína
og notfært sér þær út í yztu
æsar.
Hann varð fyrstur manna til
þess að skipuleggja allt líf og
athafnir heillar þjóðar einungis
með styrjöld fyrir augum. Fyrir
700 árum gerði hann það hug-
tak, sem við nútíma menn köll-
um „hið algera stríð“, að veru-
leika.
Mongólinn og hestur hans
voru ágæt „hráefni" til að vinna
úr. Hesturinn var óþreytandi.
Honum nægði að fá vatn þriðja
hvern dag. Hann var ótrúlega
fundvís á gras eða fóður, því að
ef þess gerðist þörf, þá krafs-
aði hann í gegnum ís og snjó
til að ná í þurra grastó. Mon-
gólinn gat verið á hestbaki heil-
an sólarhring, án þess að hvíl-
ast, gat sofið í snjónum og
dregið fram lífið, þótt hann
fengi sama og ekkert að borða.
Hann var fæddur bardagamað-
ur — fæddur til þess að berjast
í návígi — og lærði að skjóta
af boga jafn snemma og að tala.
Djengis khan sýndi skipu-
lagshæfileika sína og næmt auga
fyrir smámunum, er hann fór
að búa þessa hermenn sína til
styrjaldar. I stað brynju var
Mongólinn klæddur í skinn-
stakk, er hafði verið lakkbor-
inn. Hver maður hafði tvo boga.
Átti að nota annan á hestbaki,
en hinn þegar stigið væri af baki
og miða þurfti með meiri ná-
kvæmni. Þeir voru látnir hafa
þrjár tegundir örva — eina teg-
und til að nota á löngu færi,
aðra á stuttu og þá þriðju á
meðallöngu færi. Þær, sem átti
að nota á stuttu færi, voru
þungar og með stáloddi, er átti
að gera þeim kleift að fara í
gegnum brynjur. Hver hermað-
ur flutti með sér smáskammt af
mat og var það þurrkaður drafli.
Ef hann fékk hálft pund á dag,
var hann fær í hvað sem vera.
skyldi. Hann hafði bogastrengi
til vara, og vax og nálar til að
gera við það, sem aflaga fór.
Allan þenna útbúnað bar hann
í skinnpoka, sem hægt var að
blása upp, þegar sundríða varð
ár. —
Hernum var öllum skipt 1