Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
á veikleikastundum sem þess-
arri.
Hann læddist á tánum fram
í stofuna og lokaði gætilega
hurðinni. Hann kveikti, þegar
hann var viss um, að ljósið sæ-
ist ekki úr svefnherberginu, og
hræddur og skömmustulegur,
eins og þjófur, tók hann brenni-
vínsflöskuna. Hann setti flösk-
una á munninn og skellti í sig
stórum sopa, án þess að finna
jafnvel þegar vökvinn fór niður
þurrt kokið. En augnabliki síð-
ar fann hann ofsalegan hita
stíga frá maganum til höfuðs-
ins. Það var hressandi.
Hann tók að rökhugsa:
Madrid er hundrað ferkílómetr-
ar, en svefnherbergið hans ekki
nema sextán fermetrar. Ef kast-
að væri fimmtíu sprengjum, hve
mikil líkindi væri þá til þess að
einhver þeirra félli á þessa
sextán fermetra hans ... hve
mikil ? Hann fór aftur inn í
svefnherbergið á kafi í útreikn-
ingum. Þetta var erfiðara en að
reikna vöruverðið í búðinni; en
hann skyldi finna útkomuna.
Hann var hrifinn með sjálfum
sér af því, hve slunginn reikn-
ingsmaður hann var.
Hann lyfti sænginni, aftur
öruggur með sjálfum sér. Þá
heyrðist druna ■—• afskapleg,
ofsafengin, hamslaus og mjög
nærri. Húsið hristist; úti fyrir
rigndi málmi, gleri og múrstein-
um. Það brakaði í húsviðunum.
Ljósið, þetta litla, ómerkilega
næturljós, sem var nú orðið að
týru, blakti til. Manuel fann til
innvortis óróleika.
Hann féll á kné við rúmstokk-
inn og var þar hreyfingarlaus,
hver veit, hve lengi, eina mínútu,
tíu mínútur, hálftíma?
Þegar hann kom til sjálfs sm
aftur, lék bláleitt blik nætur-
ljóssins um hann. Hljóðfallið í
hrotum Donna Juanitu var frið-
samlegt og annar handleggur
hennar lá ofan á sænginni. Hann
hataði hana. Utan af götunni
heyrðust óttaslegnar raddir
fólksins, bjölluhringing bruna-
og sjúkrabíla, skyndilegar upp-
hrópanir og ofsafengin blóts-
yrði.
Don Manuel skalf í hljóði í
myrkrinu. Hægt og varlega fór
hann aftur berfættur fram í
stofuna. Á tánum leitaði hann
að brennivínsflöskunni og hélt
gætilega á henni inn í svefnher-
bergið. Þegar hann var kominn
í rúmið, hlustaði hann og drakk.
Vínið fyllti heila hans háreisti
og hugrekki. Þegar háreistin