Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 37
ERU LÖNDIN ENN Á HREYFINGU?
35
löndin, standa hærra en sjávar-
botninn, af því að þau eru fyrst
og frerast úr graníti, sem er
léttara en basaltið í hafsbotn-
inum. Bæði granít og basalt
hvíla á lagi af heitum, hálf-
storknuðum steintegundum, sem
heldur þeim uppi eins og
vatn spýtu. Löndin eru hærri,
af því að þau ,,fljóta“ hærra,
alveg eins og furubútur flýtur
hærra en bútur af þungri eik.
Þessi flotkenning er engan
veginn ný, því að hún fór þegar
að skjóta upp höfðinu árið
1755, en litlar sannanir voru
fyrir hendi unz jarðfræðingum
hafði tekizt að kanna iður jarð-
arinnar með jarðskjálftasveifl-
um og á annan hátt.
Því er ekki einungis þannig
varið, að löndin fljóti, heldur
rísa þau og lækka við og
við, eins og allir hlutir, sem eru
á floti. Þegar nægilegt farg,
eins og til dæmis jökulhetta eða
eitthvað þvílíkt, safnast á stór-
an flöt, þá sekkur sá flötur
eða lækkar, eins og fleki, ef
of þungur sundmaður klifrar
upp á hann. Ef þunginn hverf-
ur, þá hækkar aftur sá staður,
þar sem fargið hvíldi á.
Fyrir um níu þúsund árum
losnaði Skandinavía undan mik-
illi íshettu. Fyrir bragðið er hún
að hækka nú, sem nemur þrem
fetum á hundrað árum, en það
er gríðarlegur hraði á mæli-
kvarða jarðfræðinnar.
Ef löndin, sem virðast föst
og óhreyfanleg, geta hreyfzt
upp og niður, þá geta þau ef
til vill einnig færzt til annarar
hvorrar handarinnar, eins og
aðrir fljótandi hlutir. Þetta
hefir mörgum flogið í hug, en
sá, sem þessi hugmynd er helzt
kennd við, var Alfred Wegener,
þýzkur veðurfræðingur, sem
tók eftir einkennilegu fyrir-
brigði við landakort af heimin-
um. Ef maður hugsar sér,
að Suður- og Norður-Ameríka
væru fluttar í heilu líki austur
á bóginn, þá kemur í ljós, að
austurströnd þeirra fellur nærri
því að vesturströndum Evrópu
og Afríku eins og geirnegldur
viður. Öxlin á Brasilíu fellur
mátulega inn í Guineu-flóann í
Afríku og Vestur-Afríku-bung-
an mikla á heima milli norður-
strandar Brasilíu og suður-
strandar Bandaríkjanna. Nova
Scotia fellur inn í Biscayaflóa.
Wegeners-kenningin var svo
frumleg og ótrúleg, að þegar
hann kom fyrst fram með hana,
voru allir jarðfræði-ngar sem