Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 95
ANDSTÆÐUR I ÞÝZKRI HERSTJÓRN
9.3
sem Bock stýrði norðurhernum,
að hann hafði tækifæri til að
senda hermenn sína til „falls og
frægðar“, samkvæmt kenning-
um föður síns. Hann skeytti
engu um stríðsaðferð hinna
hershöfðingjanna, sem miðuðu
að því að slá hring um óvinina,
heldur atti hann hersveitum sín-
um beint gegn pólsku varnar-
virkjunum við Kutno, án tillits
til mannfórna. Nokkru síðar, þá
í Berlín, hafði hann í hótunum
við áróðurspostula nazista, sem
voru að reyna að draga fjöður
yfir manntjón Þjóðverja. —
,,Manntjón,“ rumdi hann, „vita-
skuld biðum vér mikið mann-
tjón — já, svo þúsundum skipt-
ir. Pólland er rautt af dreyra
vorra föllnu hetja. Hvernig gát-
um vér með öðru móti öðlast
eilífan rétt vorn til landsins?"
Hitler valdi Bock sem sér-
fræðing sinn í brjóstárásum, þar
sem beitt skyldi miklu liðsafli
og sendi hann árið 1941 til
Moskvu-vígstöðvanna, til að
sigrast á þessu ramgerða vígi
Rússa. Valkestir fallinna þýzkra
hermanna hlóðust upp framan
við rússnesku virkjabeltin, og
allt sumarið og fram á vetur
æddi Bock um hinar blóði drifnu
vígstöðvar og knúði liðsforingja
sína til að beita æ meira liði.
Þegar loks hinar grisjóttu her-
sveitir höfðu misst bardagaþrek
sitt, heimtaði Bock þrjár her-
deildir SS-manna, þjálfaðar að
fyrirlagi Himmlers, og staðsetti
þær á veikustu köflum víglín-
unnar. Hermennirnir urðu þess
brátt varir, að auk þess að eiga
við óvin að etja framundan, áttu
þeir í höggi við annan sízt misk-
unnsamari mitt á meðal þeirra.
Loks varð Hitler sjálfum
órótt yfir hinu himinhrópandi
manntjóni og leysti Bock frá
herstjórn. En þegar hinum
slynga herfræðnig, von Rund-
stedt marskálki, tókst ekki að
ná til olíulindanna í Kákasus,
leitaði Hitler aftur á náðir
Bocks.
Ég mun ætíð minnast eftir-
farandi atviks, sem ég var sjón-
arvottur að í Berlín vorið 1940,
rétt fyrir innrásina í Niðurlönd.
Hershöfðingjarnir Rundstedt,
List, von Reichenau og Kiichler
sátu umhverfis borð á Kaiser-
hof Hotel, að nýafstaðinni mikil-
vægri hernaðarráðstefnu í
kanzlarahöllinni, og hlógu dátt
sín á milli. Skyndilega birtist
hinn magri og lítið eitt álúti
líkami von Bocks hershöfðingja
innan við vinduhurðina. Hann