Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 124
322
'Ctrval
ar. „Fjögur ný augnalok, er ég
hræddur um.“
Augnlæknir kom til að líta á
mig. „Þér getið alls ekki lokað
augunum, er það?“ spurði hann.
„Nei,“ sagði ég.
„Einmitt. Það verður að setja
einhverja hlíf yfir vinstra aug-
að, ef það á ekki alveg að eyði-
leggjast. Það er bezt að fara
með yður á skurðlækningadeild-
ina á morgun.“
Þegar röðin kom að mér á
skurðarborðinu, var líðan mín
allgóð. Ég hafði engar kvalir,
aðeins dálítil óþægindi í augun-
um. I fimm langa daga gat ég
ekkert lesið. Að þeim loknum
tók Mclndoe bindin frá augun-
um og ég gat séð aftur. „Þetta
eru hálfgerð hrossaaugnalok,
sem þér hafið fengið,“ sagði
hann; og sjálfum fannst mér
svo, fyrsta daginn að minnsta
kosti. Til þess að sjá fram fyrir
mig, varð ég að snúa andlitinu
beint upp í loftið. En augnalok-
in minnkuðu fljótlega og brátt
gat ég opnað þau og lokað þeim
eftir vild. Þetta var vandasöm
skurðaðgerð, en Mclndoe hafði
gert ótal slíkar og aldrei mis-
tekizt.
Eftir hálfs mánaðar dvöl á
hressingarhæli fór ég aftur á
spítalann til að láta setja á mig
ný neðri augnalok. Þegar tekið
var frá augunum aftur, var ég
alveg eins og api. Mclndoe hafði
strengt skinnpjötlur í hálfhring
yfir augun, svo að nýju augna-
lokin gætu lokast. Það, sem yrði
umfram, þegar skurðirnir væru
grónir, átti síðan að taka, þegar
ég kæmi til að láta setja á mig
nýja efrivör. En munurinn var
ákaflega mikill, því að nú gat
ég lokað augunum næstum al-
veg, en svaf ekki þannig, að
ekkert sást nema hvítan.
Ég fór aftur í hressingarhæl-
ið. Það var komið fram í janúar
1941, þegar ég kom á spítalann
aftur. Það var mér ekkert fagn-
aðarefni, að eina rúmið, sem
var laust, var á ganginum, þar
sem margir af verst særðu her-
mönnunum lágu. Andspænis
mér lá Gleave flugsveitarfor-
ingi með svöðusár á nefinu og
skinnflett ennið. Hjúkrunarkon-
an gat ekki gefið honum nægi-
legt morfín til að stilla kvalirn-
ar. Vinstra megin við mig lá
Mark Moundsman, sem hafði
verið mér samtíða við æfingar
í Skotlandi og beið eftir því að
láta setja á sig ný augnalok.
Hinum megin við hann var
blindur maður, með algerlega