Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 61
BLINDUR FÆR SÝN
59
arsvið þeirra. Þá, að síðustu,
fengjuð þér sjónina í raun og
veru, og þá birtist yður nýr,
fegurri heimur.
Ég, sem er blind, get gefið
þeim, er sjá, eina ráðleggingu:
Notið augu yðar eins og þér
vissuð, að þér yrðuð blind á
morgun. Sama máli gegnir um
hin önnur skilningarvit. Hlýðið
á músik raddanna, söng fugl-
anna, volduga tóna hljómsveit-
arinnar, eins og yður væri ljóst,
að þér mynduð missa heyrnina
á morgun. Snertið hvern hlut
eins og þér mynduð gera, ef þér
væruð að því komin að glata
þreifiskynjun. Andið að yður
ilmi blómanna, bragðið hvern
bita eins og þér væruð sannfærð
um, að þér mynduð hvorki geta
fundið ilm eða bragð að morgni.
Beitið hverju skilningarviti til
hins ítrasta. Njótið allrar þeirr-
ar ánægju og fegurðar, sem
náttúran veitir yður fyrir meðal-
göngu skilningarvitanna. En ég
er sannfærð um, að af þeim öll-
um er sjónin dýrmætust.
„Það er ekkí hægt.“
Spjald með eftirfarandi áletrun hangir uppi i flugvélaverk-
smiðju „General Motors.“
Samkvæmt kenningum flugeðlisfræðinnar og eins og sann-
reyna má með tilraunum I stormgöngum, getur hunangsflugan
ekki flogið, af því að stærð hennar og þyngd er of mikil í hlut-
falli við vænghafið.
Þessi vísindalegu sannindi þekki hunangsflugan ekki og flýg-
ur því eins og ekkert sé um að vera og safnar ögn af hunangi
á hverjum degi.
—- tír „Readers Digest".
OO O CX)
Biskupinn og drottinn.
Það var einu sinni gamall og góður biskup, sem lá vakandi
og bylti sér í rúminu, áhyggjufullur út af mætti hins illa í
heiminum. Þá fannst honum hann heyra drottinn tala til sín og
segja: „Far þú að sofa, biskup minn, ég skal vaka það, sem
eftir er næturinnar."
— Úr „Arkansas Methodist".
8*