Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
Á miðvikudag færðu tannpínu
í tönnina. Þetta má ekki drag-
ast lengur. Þú ákveður að fara
til tannlæknisins. En það er eins
og vant er — alltaf eitthvað,
sem tefur; og áður en varir er
klukkan orðin sex. Nú, það var
kannske enginn skaði skeður,
tannpínan var bötnuð. Ef til vill
mátti geyma þetta þangað til í
vikulokin. Þá var betri tími til
þess, og varla gat tönnin
skemmzt mikið þangað til.
Á laugardag eftir hádegi ertu
reiðubúinn. En — auðvitað er
lokað hjá tannlækninum eftir
hádegi á laugardögum. Að þér
skyldi ekki hafa dottið þetta í
hug fyrr! Þetta varð þá að bíða
þangað til á mánudag. Að öllu
athuguðu var mánudagur líka
eini rétti dagurinn til að fara til
tannlæknis.
Snemma á mánudagsmorgun
tekurðu símaskrána og ferð að
blaða í henni í mesta granda-
leysi, og hvað skeður? Einhvern
tíma frá því á þriðjudag hefir
nafn og númer tannlæknisins
einhvern veginn í skollanum
komizt inn í skrána. Sem betur
fer er númerið á tali og þú frest-
ar frekari aðgerðum þangað til
á þriðjudag. En á þriðjudag
ertu ekki eins lánsamur. Þú
færð samband og læknirinn
kemur sjálfur í símann. Þér er
gert að mæta klukkan hálf f jög-
ur á fimmtudag.
Fimmtudag klukkan hálf
fjögur, og nú er þriðjudags-
morgun! Hvað getur ekki skeð
á þeim tíma ? En miðvikudagur-
inn líður og fimmtudagur fram
að hádegi, án þess að nokkuð
skeði. Þú átt ekki annars úr-
kosta en að hringja til læknis-
ins og segja honum, að þú hafir
drepið mann og búið sé að taka
þig fastan, svo að þú getir því
miður ekki komið. Nei, því
trúir enginn tannlæknir. Það er
eins gott að ljúka þessu af.
Hann lætur sér kannske nægja
að líta á tönnina núna. Þú gætir
ymprað á því. Þú gætir lofað
að koma fljótlega aftur.
Stundin nálgast óðum. Þetta
er líka versti tími dagsins —
einmitt sá tími, sem lífsþróttur-
inn er minnstur. Um leið og þú
ferð inn í húsið, sem tannlækn-
ingastofan er í, líturðu á glað-
vært fólkið, sem skundar fram-
hjá á götunni. Áhyggjulaus
börn! Hvað þekkir þetta fólk
lífið? Þessi maður þarna með
skrítna hattinn hefir sennilega
aldrei fengið tannpínu, ekki einu
sinni í barnatönn!