Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 42
Ábyrgð konunnar í kynferðismálum.
Grein úr „You“
eftir Louise Fox Connell.
TVj áttúrulausar konur eru
' ekki til, einungis klaufa-
legir karlmenn.“ Með þessum
orðum er lýst áliti þeirra, er
leggja alla ábyrgð á samræmi
kynferðislífsins eiginmanninum
á herðar. Kjörorð sumra sér-
fræðinga í kynferðismálum eru:
„Listin að elska er fólgin í því
að kunna að geðjast konunni.“
Þó að þetta kunni að virðast
ósanngjarnt gagnvart karl-
mönnum, er það mikil framför
frá þeirri trú, að dyggðug kona
hafi enga kynhvöt og að karl-
maðurinn ræki eiginmanns-
skylduna, ef hann aðeins notar
konu sína sér til fullnægingar,
án þess frekar að hirða um
þarfir hennar.
Menn hafa ekki haft augun
opin fyrir kynferðislegum þörf-
um konunnar, og því eyða góð-
ar bækur um hjónabandið til-
tölulega miklu rúmi í að predika
mikilvægi þess, að eiginkonan
fái að njóta fullnægju við sam-
farirnar. Eina hættan á að
leggja slíka áherzlu á þetta, er
sú, að konunni kunni að gleym-
ast það nauðsynlega atriði, að
það e.r eins mikið hennar og
eiginmannsins að reyna til að
gera samlífið þeim báðum sem
unaðslegast og fullkomnast.
Sumir greinagóðir sálsýkisfræð-
ingar nútímans ganga svo langt,
að þeir telja, að það, sem þeir
nefna „kynferðislegt hlutleysi“
frá konunnar hálfu ætti að vera
hjónaskilnaðarsök.
Auðvitað eru kynferðismálin
ekki frekar eitt og allt í hjóna-
bandinu en trjáræturnar tréð
allt. En auk þess að vera hinn
holdlegi þáttur hjónalífsins, eru
samfarirnar einnig ímynd hinna
andlegu þátta þess. Þær eru
táknræn útfærsla á hjónalífinu
í heild. Allir þeir kostir og gall-
ar, sem bæta eða spilla í dægur-
málum hjónabandsins, endur-
speglast í samförunum: Ósér-
plægni eða eigingirni, lipurð eða
hrottaskapur, hreinskilni eða
launung, tiltrú eða ótti, fáfræðí
eða þekking, þolinmæði eða hið
gagnstæða. Það er meira en ein-
bert tæknisatriði að verða góð-
ur elskhugi; það krefst full-